Ready for Action kennsluleiðbeiningar
Ready for Action – klb – 9057 – Menntamálastofnun 2018 – Verkefni með Oliver Twist 2 Oliver Twist Sagan er sett upp í bókinni eins og framhaldssaga milli kaflanna. Með því að gera það má byggja upp skemmtilega spennu, giska á hvað gerist næst, sagan getur jafnvel virkað sem hvati fyrir suma nemendur til að lesa áfram sjálfir. Annar möguleiki er að taka söguna eins og einn kafla í bókinni og gefa henni meira rými í kennslunni. Þá má vinna mörg fjölbreytt verkefni með áherslu á grunnþættina hlustun, ritun, lesskilning og talað mál. Annar möguleiki er að láta nemendur vinna eitt stór verkefni um söguna. Sagan umOliver Twist tengist inn í alla grunnþætti aðalnámskrár og því er tilvalið að vinna heildstætt með hana og koma að þeim öllum. Læsið kemur víðtækt fram og gera má mörg verkefni tengd því auk þess að ræða menntunarstöðu og möguleika barnanna í bókinni. Jafnrétti er stór þáttur af sögunni og mikilvægt að ræða það við nemendur, jafnframt að taka fram að sagan er afar gömul og margt breytt frá þessum tímum. Heilbrigði og velferð barnanna er stór partur af sögunni og lýðræðið einnig. Sjálfbærnihugtakið kemur meðal annars inn í umræðuna um fátækt og í tengslum við þær leiðir sem fólk fann út úr erfiðleikum má ræða sköpun. Auk þess kemur mikil sköpun fram við vinnu verkefnanna. Upplýsingar um höfundinn Charles Dickens er einn þekktasti höfundur heims og því tilvalið að kynna hann fyrir nemendum og þær sögur sem nemendur gætu mögulega þekkt eins og A Christmas Carol. Ævi Dickens var merkileg og hafði æska hans mikil áhrif á þær sögur sem hann síðar skrifaði. Boðskapur sögunnar er tilefni til mikillar vinnu og umræðu sem tengist m.a. lífsleikniþáttum eins og vináttu, fjölskyldutengslum, fátækt og jafnrétti. Það gæti því verið tilvalið að fara ítarlega í söguna, t.d. með notkun söguramma eða vinnu þar sem sagan, lífsleikniþættir hennar og orðaforðinn er tekinn sérstaklega fyrir. Mikið efni er til um þessa frægu sögu á netinu. Við hvern kafla verða: • Tillögur að verkefnum • Spurningar • Ritun • Orðaforði • Umræður Áður en lestur fyrsta kafla hefst er tilvalið að kynnast höfundinum aðeins enda er Dickens einn þekktasti rithöfundur í heimi og eflaust þekkja nemendur einhverjar sögur eftir hann.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=