Ready for Action kennsluleiðbeiningar
Ready for Action – kennsluleiðbeiningar – 9057 – Menntamálastofnun 2018 – Animals 2 Animals to the rescue Nemendabók bls. 5–6 Stuttir og frekar einfaldir textar um björgunarafrek dýra. Tilvalinn vettvangur til að ræða frekari afrek dýra, spyrja nemendur hvort þeir þekki svona sögur og jafnvel fletta þeim upp á vefnum. Krossgátuverkefni og lausn á gátunni er í verkefnablöðum. Can I have a pet? Nemendabók bls. 7 Samtal milli mæðgna sem hentar vel sem leiklestur fyrir tvo nemendur. Umræður um þá ábyrgð sem fylgir því að eiga dýr er tilvalinn grundvöllur umræðu og eins má spyrja hverjir eiga dýr og hvaða dýr það eru. Hér er líka gott að nota Can I have a pet verkefnablaðið til að skerpa á því hvað er gæludýr og hvað ekki. Hugmyndir að ritun: Skrifaðu samtal milli þín og foreldra þinna um dýrahald. Gerðu auglýsingu þar sem óskað er eftir heimili fyrir heimilislaust dýr. Hér gætu fjölnota verkefnablöð nýst. Homeless animals in Iceland Nemendabók bls. 8 Áður eða eftir að þessi texti er lesinn gætu nemendur fyllt út KWL verkefnablað til að velta fyrir sér hvað þeir vita nú þegar og hvað þeir vilja vita um heimilislaus dýr. Eftir að hafa lesið umheimilislaus dýr á Íslandi getur verið skemmtilegt að taka umræður ummálefnið sem getur komið nemendum á óvart. Heimasíðurnar www.kattholt.is og www.dyrahjalp.is opna fyrir enn frekari umræðu auk þess að hjálpa nemendum að átta sig á stöðu dýra, umhyggju fyrir þeim og ábyrgð. Svör við spurningum á bls. 9 í nemendabók: 1. The people in Kattholt take care of cats and try to find owners for them. 2. It came from a woman that really liked cats. 3. Marks them electronically. 4. Homeless animals like cats, dogs, hamsters and rabbits. 5. Animals sometimes go to foster homes while waiting for a new home. 6. The people´s interest in animal welfare. (ATH.) 7. For people that would like a pet.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=