Ready for Action kennsluleiðbeiningar

Ready for Action – kennsluleiðbeiningar – 9057 – Menntamálastofnun 2018 – Animals 1 Animals Nemendabók bls. 4–18 Markmið kaflans er að nemendur: • Læri og þjálfist í notkun orðaforða tengdum dýrum. • Auki þekkingu sína á umönnun dýra. • Læri um mismunandi aðstæður dýra og velti fyrir sér velferð þeirra. • Þjálfist í umræðu um lýðræðislegt efni, læsi, sjálfbærni og velferð dýra. Kaflinn fjallar um dýr og dýrahald og er hugsaður til fróðleiks og skemmtunar. Margir nemendur hafa gaman af dýrum og því ætti að vera hægt að ræða um hin ýmsu dýr. Í kaflanum eru líka upplýsingar sem gætu komið nemendum á óvart. Mörg skemmtileg verkefni er hægt að gera um dýr en einnig er til talsvert af tónlist sem hægt væri að nýta. Hér eru nokkrar hugmyndir: • Animal song með hljómsveitinni Savage Garden. • Rockin‘ Robin með Jackson 5. • The Lion Sleeps Tonight með hljómsveitinni The Tokens. • What does the fox say? með hljómsveitinni Ylvis.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=