Ready for Action kennsluleiðbeiningar
Ready for Action – kennsluleiðbeiningar – 9057 – Menntamálastofnun 2018 – Til kennara 3 Train your brain Í lok hvers kafla eru nokkrar spurningar og/eða vangaveltur sem tengjast kaflanum. Þær má nýta á marga vegu. Hægt er að nýta þær í ritunarverkefni, heimavinnu, umræður eða jafnvel sem ritgerðarspurningar. Eins eru þær tilvalinn vettvangur til að rifja upp kaflann með nemendum. Oliver Twist Sagan Oliver Twist eftir Charles Dickens er framhaldssaga bókarinnar og má taka hana fyrir á nokkra vegu. Hægt er að nýta hana sem framhaldssögu og lesa hana á milli kaflanna eins og hún er sett upp í bókinni. Þannig getur myndast spenna milli kaflanna og nemendur hlakka til að halda áfram. Önnur leið er að gera stórt verkefni úr sögunni og taka hana fyrir eins og sjálfstæðan kafla. Þannig gæti sagan verið unnin eftir söguaðferðinni (storyline method) og margvísleg verkefni unnin með hana þannig. Slík vinna getur brotið upp hefðbunda kennslu og gefið frí frá bókinni sjálfri. Möguleikarnir eru margir en hægt er að setja söguna upp myndrænt, búa til margvísleg verkefni úr henni, setja hana upp sem leikrit eða jafnvel búta söguna niður og leika hana í pörtum sem hægt væri að taka upp á myndband. Umræður í tengslum við söguna eru miklar og getur verið mjög áhrifaríkt að láta nemendur setja sig í spor persónanna, greina þær og skoða aðstæður þeirra. Sagan er átakanleg og kemur inn á marga grunnþætti menntunar. Í tengslum við söguna er tilvalið að ræða jafnrétti, lýðræði, sjálfbærni, heilbrigði og velferð svo eitthvað sé nefnt. Oliver Twist er ákaflega þekkt saga og mikill lærdómur felst í því að þekkja höfundinn, sögu hans og bókmenntir. Verkefnablöð Með sumum textum fylgja verkefnablöð. Flest þeirra tengjast beint einhverjum texta úr bókinni. Önnur eru fjölnota verkefni eins og hugarkort, KWL-listi (KVL aðferðin)og Venn-mynd sem geta passað víðar. Öll verkefnablöð eru í sér kafla aftast í kennsluleiðbeiningunum. Það er kennarans að meta hvað hentar nemendum hverju sinni en tilvalið er að kenna nemendum á þessi verkefni því þá þjálfast þeir í slíkum vinnubrögðum og læra að nýta sér hjálpargögn t.d. í ritun.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=