Ready for Action kennsluleiðbeiningar

Ready for Action – kennsluleiðbeiningar – 9057 – Menntamálastofnun 2018 – Jobs 3 You never know what your future holds Nemendabók bls. 72 Textinn um Vigdísi Finnbogadóttur gefur gott tækifæri fyrir þverfaglega kennslustund þar sem farið er yfir sögu þessarar merkilegu konu. Um leið er tilvalið að ræða jafnrétti og kynjamál við börnin og fá fram umræður á ensku um þetta mikilvæga málefni með nemendum. Vigdís er einnig gott dæmi um að allt getur gerst en síðast en ekki síst mikill talsmaður mikilvægi þess að læra tungumál. Textinn ætti því að vera góður grundvöllur umræðu en einnig ætti hann að geta leitt af sér hin ýmsu verkefni. Fleiri ritunarverkefni: • Vigdís is a great role model because … • Men and women should have the same right because … Train your brain Nemendabók bls. 74 Þessar spurningar má nýta á ýmsa vegu. Einfalt er að láta nemendur svara þeim skriflega, öllum eða hluta af þeim. Þær má líka nota sem umræðugrundvöll, annaðhvort fyrir nokkra nemendur saman eða allan bekkinn. Enn önnur leið er að gera þessa punkta að ritunarverkefnum, velja þá eitthvað úr þeim. Loks mætti nýta spurningarnar sem heimanám þar sem nemendur velta þeim fyrir sér með foreldrum sínum og koma svo með svörin aftur í skólann. Jobs for kids Nemendabók bls. 74. Hlustundarefni, sjá kafla um hlustunarefni Board game Nemendabók bls. 78–79 Borðspil, nemendur þurfa tening og eitthvað smátt, t.d. strokleður, til að nota sem spilapeð. Svo kastar nemandi teningnum og fer jafn marga reiti og teningurinn segir til um. Nokkrir reitanna hafa skilaboð til leikmanna sem þeir fara eftir lendi þeir á reitnum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=