Ready for Action kennsluleiðbeiningar
Ready for Action – kennsluleiðbeiningar – 9057 – Menntamálastofnun 2018 – Jobs 2 What are the jobs? Nemendabók bls. 68 Hlustunarefni: Sjá kafla um hlustunarefni. Í What are the jobs? ritunarverkefni á að sækja um starf og nota til þess verkefnablað úr verkefnablaðakafla. Þetta æfir styttri ritun. Nemendur þurfa að hugsa upp ímyndaða manneskju og sækja um starf. Declan‘s first job Nemendabók bls. 69–70 Hér lesa nemendur samtal þar sem vinnuviðtal fer fram. Í lok lesturs vinna nemendur saman tveir og tveir og nota starfsumsókn sína sem þeir unnu í hlustunarverkefninu á undan. Nemendur skiptast á að vera vinnuveitandi og umsækjandi. Best job in the world Nemendabók bls. 71–72 Frekar stuttir textar um áhugaverð og öðruvísi störf. Nemendum gæti þótt áhugavert að vafra um vefinn og finna fleiri slík störf og jafnvel segja samnemendum sínum frá þeim eða skrifa um þau. Þannig má líka nýta vefinn til að finna meiri lestur og þyngri texta fyrir þá nemendur sem það þurfa. Fyrir ritunarverkefni á bls. 72 má nýta hugarkort eða verkefnablaðið Dream job til að fylla inn í. Tilvalið er að nýta formið til að einstaklingsmiða verkefnið, fyrir suma dugar að fylla inn í kassana á meðan aðrir nýta þá sem beinagrind og skrifa ritum upp úr þeim. Hugmyndir að fleiri ritunarverkefnum: • The weirdest job in the world • The easiest job in the world • The most boring job in the world
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=