Ready for Action kennsluleiðbeiningar

Ready for Action – kennsluleiðbeiningar – 9057 – Menntamálastofnun 2018 – Jobs 1 Jobs Nemendabók bls. 64–74 Markmið kaflans er að nemendur: • Læri orðaforða starfsheita. • Þjálfist í umræðu um jafnrétti, læsi, sköpun, lýðræði og heilbrigði og velferð. • Fái tækifæri til að þjálfast í nýsköpun • Fái tækifæri til að tjá hugmyndir sínar munnlega á ensku. Kaflinn Jobs gefur nemendum grunnorðaforða í starfsheitum. Verkefnið New inventions er nýsköpunarverkefni sem býður upp á mikla möguleika. Þar þjálfa nemendur sköpun auk þess að setja í sagnfræðilegt samhengi hvernig hlutir verða til. Ákveðinn hluti kaflans er byggður upp á starfsumsókn þar sem bæði er um að ræða munnleg og skrifleg verkefni með dæmum úr kaflanum. Sem heild er hægt að taka kaflann fyrir sem eitt stórt verkefni um starfsviðtöl og umsóknir. Hægt væri að setja upp leikþætti í tengslum við slíkt auk skriflegra verkefna eða hvaðeina sem kennaranum dettur í hug. New inventions Nemendabók bls. 65–66 Vinna má stórt verkefni úr þessum texta. Nemendur fylgja leiðbeiningum í verkefninu á bls. 66 í nemendabók og vinna sínar eigin uppfinningar. Kennari getur gengið á milli og rætt við nemendur hvað þeir séu að gera og af hverju. Það getur verið gaman að gefa nemendum nokkuð góðan tíma í það að vinna uppfinningarnar. Hér reynir á sköpun, frumkvæði og sjálfstæði nemenda. Einfalt er að einstaklingsmiða þetta verkefni þar sem sumir teikna og skrifa en aðrir teikna bara. Kynningar á þessu verkefni geta verið mjög skemmtilegar og má gera þær á fjölbreyttan hátt. Do you know these jobs? Nemendabók bls. 67 Hér eru talin upp og lýst nokkrum algengum störfum. Gott að lesa með nemendum og jafnvel má biðja nemendur um að nefna fleiri störf sem þeir þekkja. Ýmsir leikir passa með starfsheitunum eins og til dæmis að útbúa Actionary leik þar sem nemandi leikur ákveðið starfsheiti fyrir samnemendur sem reyna að giska á rétt svar.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=