Ready for Action kennsluleiðbeiningar

Ready for Action – kennsluleiðbeiningar – 9057 – Menntamálastofnun 2018 – Space 7 Miriam‘s mystery Nemendabók bls. 60–61 Þetta er skemmtilegt verkefni sem tekur lengri tíma og er tilvalið að taka fyrir núna þegar nemendur eru búnir að læra heilmikið um geiminn. Nemendur föndra sína eigin geimveru og skrifa lýsingu um geimveruna sína. Sjá spurningar á bls. 61. Einnig skrifa nemendur sögu um hvað geimveran var að gera þegar hún lenti í bakgarðinum hennar Miriam. Hér er tilvalið að láta nemendur kynna sína geimveru fyrir bekknum. Svo er sniðugt að nýta sér textann The solar system á bls. 52–53 í nemendabók til að útbúa geim (ef ekki var búið að því) í stofunni og líma geimverunar á geiminn. Til að útbúa geim er sniðugt að nota maskínupappír og mála hann svartan eða einfaldlega svart karton og klippa út plánetur og líma á geiminn. Þetta er gott verkefni sem hægt er að nýta sem námsmatsverkefni þar sem margir þættir koma að, eins og ritun, sköpun og talað mál. Athuga þarf að þetta verkefni tekur oft langan tíma og kennari ræður hversu langt er farið með þetta. Hugmyndir að fleiri verkefnum. • útbúa/skapa geimveru. • Nota geimveruna til að skrifa umhana og nota til þess hugmyndir úr bókinni: Hver er geimveran? • Búa til sögu, hægt að nota ýmis smáforrit líka hér eins og Book creator og fleiri. • Tengja verkefninu The Solar system og setja geimverurnar á geiminn sem er í stofunni. • Nemendur kynna sína geimveru. • Hægt að bjóða foreldrum að sjá verkið.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=