Ready for Action kennsluleiðbeiningar

Ready for Action – kennsluleiðbeiningar – 9057 – Menntamálastofnun 2018 – Til kennara 2 Til kennara Námsefnið Ready for Action samanstendur af lesbók með fjórum köflum auk framhaldssögunnar Oliver Twist sem fléttast milli kaflanna. Í kennsluleiðbeiningunum eru hlustunarefni á pdf-formi, svör við verkefnum, frekari útfærslur og hugmyndir að verkefnum og nokkur útprentanleg verkefnablöð. Námsefnið tekur mið af aðalámskrá grunnskóla, almenna hluta frá 2011 og greinasviðinu frá 2013. Efni lesbókarinnar er hugsað þannig að það geti staðið sjálfstætt en einnig hentar það fyrir þverfaglega kennslu þar sem grunnþættir menntunar koma fram í hverjum kafla. Í hverjum kafla er íslensk tenging sem býður einnig upp á marga möguleika. Einfalt er að dýpka efni hvers kafla með því að finna ítarefni á vefnum, í tímaritum, öðrum bókum eða öðru sem passar hverju sinni. Allir kaflar eru byggðir upp á sama hátt svo kennarar og nemendur viti að hverju þeir ganga. Textarnir eru mismunandi langir í þeim tilgangi að kennari geti valið hvað hentar hverjum og einum. Hverjum texta fylgja verkefni eða hugmyndir að verkefnum en það er von höfunda að kennarar láti bókina ekki hefta sig í kennslu heldur nýti hana sem grunn í skapandi kennslu þar sem fjölbreyttir kennsluhættir eru í hávegum hafðir. Grunnþættir tungumálsins Grunnþættir tungumálsins eru lesskilningur, ritun, hlustun, talað mál og málfræði. Í námsefninu er lögð áhersla á lesskilning með mismunandi tegundum af textum en einnig eru hlustunarverkefni í hverjum kafla. Með mörgum verkefnum fylgja svo ritunarverkefni en hafa skal í huga að þau þurfa að vera við hæfi og getu hvers og eins. Ritun er yfirleitt sá þáttur tungumálsins sem vefst hvað mest fyrir nemendum. Þá er gott að byrja rólega og nýta til þess þar til gerð hjálpargögn eins og hugarkort. Tillögur að umræðum eru á nokkrum stöðum í bókinni fyrir utan alla þá möguleika semhver texti býður upp á. Umræður þjálfa bæði hlustun og talað mál hjá nemendum. Einnig er tilvalið að láta nemendur kynna verkefni sín fyrir hópinn og þjálfa þannig framsögn og talað mál. Lesskilningur og orðaforði liggur til grundvallar í bókinni en áhersla á orðaforðann og að nemendur heyri og lesi rétta ensku eflir einnig málfræðiþekkingu nemenda. Kveikjusíður Í upphafi hvers kafla er kveikjusíðameðmynd semtengist innihaldi kaflans. Þar er hugmyndin að farið sé yfir það sem koma skal í kaflanum. Þarna er kveikja sem vekja á áhuga nemenda á efni kaflans. Á þessum tímapunkti koma nemendur oft með hugmyndir um hluti sem þeir vilja gera í tengslum við kaflann og því er hægt að nýta smá tíma í umræður um það sem hægt væri að gera. Á sama tíma getur verið gott að nýta síðuna í að átta sig á þekkingu nemenda á efninu.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=