Ready for Action kennsluleiðbeiningar

Ready for Action – kennsluleiðbeiningar – 9057 – Menntamálastofnun 2018 – Space 3 The solar system Nemendabók bls. 52–53 Þessi texti hentar vel með náttúrufræðikennslu þegar nemendur eru að læra um geiminn. Einnig gætu nemendur núna verið nokkuð spenntir fyrir því að læra meira um geiminn og tilvalið ef kennarar og nemendur hafa áhuga að fara lengra með þennan texta og nýta efni af netinu um Space-kennslu. Gaman er að gera stórt verkefni úr þessu í byrjun kaflans og setja pláneturnar upp á vegg og skrifa um þær og tengja þannig bæði í enskutímanum og náttúrufræðinni. Til dæmis er hægt að mála maskínupappír svartan eða nota svört karton og svo klippa nemendur og mála/lita pláneturnar út og líma á geiminn. Þetta er hægt að tengja verkefninu Miriam’s mystery sem kemur seinna fyrir í kaflanum. Hér er farið létt yfir hver röð plánetanna er frá sólu, stærð þeirra og sérkenni. Stutta texta á bls. 52–53 umhverja plánetu er gott að tengja við Storyline-verkefnið Miriam‘s mystery á bls. 60–61, þegar nemendur útbúa sína eigin geimveru og geta svo útbúið geiminn. Svörin við spurningunum á bls. 53: 1. Jupiter 2. Saturn 3. Mercury 4. Neptune 5. Venus 6. Neptune

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=