Ready for Action kennsluleiðbeiningar

Ready for Action – kennsluleiðbeiningar – 9057 – Menntamálastofnun 2018 – Space 2 Aliens on earth? Nemendabók bls. 51 Hlustunarefni: Sjá kafla um hlustunarefni. Hugmyndir að verkefnum úr Aliens on earth? Láta nemendur hafa autt blað eða vinna í stílabækur. Kennari útskýrir hvernig geimveru nemendur eigi teikna. Þetta er fín hlustunaræfing fyrir nemendur sem eru styttra komnir í enskunni. Kennari ákveður eitthvað eins og t.d: Draw what the teacher says • The alien has one big head and a very small and thin body. • The alien has three eyes, one in the middle of the face and the other two on the left side. • The alien has four arms, two on each side. • The alien has one nose on the top of the head. Kennari býr eitthvað svona til og nemendur teikna og lita jafnvel. Æfir orðaforða um líkamshluta, liti og lýsingarorð. Þetta er ætíð mjög skemmtilegur tími með mikið af umræðum og tilvalið er að hengja allar myndir upp í lokin því þær vekja mikla athygli.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=