Ready for Action kennsluleiðbeiningar

Ready for Action – kennsluleiðbeiningar – 9057 – Menntamálastofnun 2018 – Fun and Entertainment 5 The story of computer games Nemendabók bls. 34–35 Hér er hægt að búa til stórt þemaverkefni um tölvuleiki og skoða þá eins og þeir voru og/eða hvernig þeir eru í dag. Einnig mætti skoða þróunina sem hefur orðið á þeim undanfarið. Í slíkum verkefnum er einfalt og skemmtilegt að tengja lífsleiknina inn og fjalla um mikilvægi hófs og að virða aldurstakmark leikja og margt fleira. Ritunarverkefni – hugmyndir: • Skrifaðu um uppáhalds tölvuleikinn þinn • Skrifaðu um kosti og galla tölvuleikja • Búðu til þinn eigin tölvuleik, lýstu honum. Svör við spurningum á bls. 35 1. Pong 2. In arcades 3. From Japan 4. They made playing cards 5. Those games had a story Í Assignments/Discussions eru engin rétt eða röng svör en spurningarnar bjóða upp á áhugaverða umræðu. Einnig er líklegt að margir geti sagt ítarlega frá þeim leikjum sem þeir spila á ensku og mætti þá líka ræða hvort nemendum finnist þeir læra ensku af því að spila ákveðna leiki. Did you know? Nemendabók bls. 36 Hér eru einfaldar staðreyndir eða setningar um ýmislegt tengt efni kaflans. Textinn er hugsaður til gamans en einnig fyrir þá sem eiga erfitt með lengri og þyngri texta. Til að vinna frekar með þessar staðreyndir mætti fletta þeim upp í tölvu og finna jafnvel fleiri merkilegar staðreyndir um tónlist og fleira.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=