Ready for Action kennsluleiðbeiningar
Ready for Action – kennsluleiðbeiningar – 9057 – Menntamálastofnun 2018 – Fun and Entertainment 4 Party planning Nemendabók bls. 31 Hlustunarefni: Sjá kafla um hlustunarefni. Halloween Nemendabók bls. 32 Textinn um fjallar umhefðina en einnig söguna á bak við Halloween. Flestir krakkar þekkja Halloween úr kvikmyndum og sögum en fæstir þekkja í raun söguna á bak við þessa hátíð. Eftir lesturinn má svara spurningum á bls. 33 í stílabók eða ræða þær en engin rétt eða röng svör eru þar. Einnig er þar eitt ritunarverkefni sem hægt er að nota og nýta má mind map verkefnablað eða láta nemendur búa það til sjálfa, jafnvel í spjaldtölvu. Aðrar hugmyndir sem hægt væri að vinna með í framhaldi: Ritunarverkefni eins og draugasögur eða aðrar skelfilegar sögur Útbúa draugahús, skreyta stofuna og kennarinn les draugasögu. Skera út grasker og lýsa því sem gert er á meðan, segja frá því hvernig það er gert og hvað er borðað af graskerinu. Setja svo kerti inn í graskerið og lesa draugasögu. Útbúa Halloween-partý með því að föndra skraut, útbúa draugalegar kökur og halda skemmtilegt partý. Ræða við nemendur um söguna á bak við Halloween. Margir telja Halloween vera ameríska hefð en svo er ekki. Þessi gamla hefð frá Írlandi er að mörgu leyti ekki ósvipuð mörgu því sem Íslendingar trúðu og sumir trúa enn. Hér má skapa miklar umræður og um leið kenna nemendum að skilja hefðir og sögu þjóða (í þessu tilfelli Írland sem færist svo yfir í mörg önnur enskumælandi lönd) og hvernig þær breytast og þróast. Þá mætti fara enn lengra og ræða hvernig verslanir hafi nýtt sér hefðina og gert úr henni mikla söluvöru sem fáir þekki söguna á bak við. Taka fyrir ákveðið efni úr Halloween eins og spiders, bats, ghosts, pumpkins og þess háttar. Þá er hægt að kafa dýpra með því að búa til bækur um efnið, veggspjöld eða nota einhver öpp eða forrit. Svör við spurningum á bls. 33 Spurt er um skoðanir nemenda.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=