Ready for Action kennsluleiðbeiningar

Ready for Action – kennsluleiðbeiningar – 9057 – Menntamálastofnun 2018 – Fun and Entertainment 3 The band Nemendabók bls. 25 Þetta verkefni má gera að stórum þætti innan kaflans og jafnvel nýta sem hluta af símati. Eftir umræður í byrjun (inngangstexti og discussions) er nemendum skipt í hópa. Hópar leysa sex verkefni á bls. 25 og skila af sér á þann hátt sem kennarinn kýs. Hægt er að halda kynningar, notast við Power Point, Lino It eða önnur forrit eða öpp. Einnig er hægt að útbúa veggspjöld með teikningum, textum og fleiru. Endalausir möguleikar eru í boði og um að gera að leyfa nemendum að nota ímyndunaraflið og vera frumlegir. In the circus Nemendabók bls. 27 Viðtalið við Lee Nelson býður upp á marga möguleika. Lee talar um ástríðu fyrir starfinu sínu og að velja sér starf sem bæði gefur tekjur en veitir líka ánægju. Frábær grundvöllur að samræðum um að hverju þarf að huga þegar starf er valið. Einnig er tilvalið að benda á mikilvægi grunnnáms og að það getur verið háskólanám að læra sirkusfræði og verða trúður. Ýmis verkefni mætti vinna í framhaldi af þessum texta. Til að mynda að ræða um ólík störf og fletta þeim upp. Þá mætti einnig útbúa spurningar fyrir foreldra eða aðra fullorðna þar sem þeir eru spurðir út í starfið á svipaðan hátt og Lee er spurður út í sitt. Slíkt verkefni mætti svo kynna fyrir hópnum og þjálfa þannig framkomu og talað mál. Verkefnið In the circus er í verkefnablaðakafla, fullyrðingar með true eða false svörum, ásamt réttum svörum. Til umræðu upp úr viðtalinu • I came to Iceland out of curiosity to visit the most northern capital city in the world • Knowledge should always be passed on. • It seemed natural to try to make money by using what I had learned. • Wally is a word we use in Australia meaning to be an idiot. • I sincerely hope I can continue to manage a circus in Iceland, provide jobs and opportunities for people who seek out a circus lifestyle. • I also hope to continue to be a good husband to my wife, and a good father to my children. • Sirkus Íslands will hopefully continue to run our youth circus and grow it from its current one day a week training into a five day a week fully functioning school over the coming years. • A good performer seeks to make others happy, and by doing so they make themselves happy. • To never ever give up trying to be the best you can be. • Understanding what emotions people experience and why they experience them will help you craft your performance better and make a better show. • Does your job make you happy? Svör við spurningum á bls. 30. Ekki eru nein rétt eða röng svör við spurningunum heldur er um skoðanir nemenda að ræða.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=