Ready for Action kennsluleiðbeiningar
Ready for Action – kennsluleiðbeiningar – 9057 – Menntamálastofnun 2018 – Fun and Entertainment 2 Music Nemendabók bls. 23 Hér er sagt frá mismunandi tegundum tónlistar og farið yfir heiti nokkurra hljóðfæra í leiðinni. Engin rétt svör eru við verkefnum á bls. 24 þar sem nemendur svara eftir eigin áhugasviði. Orðaforðinn er bæði tengdur hljóðfæraheitum og tegundum tónlistar. Farið er í stuttu máli yfir sögu hverrar tónlistartegundar en hér mætti fara mun ítarlegar í sögu tónlistar, tengja við annað tónlistarnám í skólanum og útbúa stór verkefni. Verkefnið Guess the song má prenta út og hafa í beinu framhaldi af þessum texta en það getur líka staðið eitt og sér. Hver nemandi fær eintak af verkefnablaðinu. Áður en byrjað er að spila tónlistina þarf að fara yfir hvað spurningarnar þýða. Svo spilar kennarinn nokkur vel valin lög og nemendur fylla út skjalið eftir því sem þeir vita, geta, heyra eða giska. Oft myndast frábært tækfæri til umræðu um ýmis orð, tónlist, tísku og fleira. Hægt er að nota hvaða lög sem er en hafa þarf í huga að textinn sé viðeigandi og ekki of erfiður. Sniðugt er að blanda lögum, nýjum og gömlum til að gera verkefnið hæfilega erfitt. Hér á eftir eru tillögur að lögum sem hafa þægilegan texta: Holiday – Madonna Dancing queen – Abba (og mörg fleiri Abba lög) We are the champions – Queen Yellow submarine – The Beatles Möguleikarnir eru margir. Það má skipta þessum fjórum lögum á tvær kennslustundir og taka hvert lag oftar en einu sinni. Tilvalið er prenta út textann, syngja lagið saman, taka út nokkur orð úr textanum og láta nemendur fylla inn í eyðurnar á Guess the song verkefnablaðinu.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=