Putalestin

Putalestin ISBN 978-9979-0-2563-4 © 2010 texti og myndir: Bryndís Gunnarsdóttir Ritstjóri: Sylvía Guðmundsdóttir 1. útgáfa 2010 önnur prentun 2017 þriðja prentun 2020 Menntamálastofnun Kópavogi Útlit og umbrot: Bryndís Gunnarsdóttir/Námsgagnastofnun Prentun: Ísafoldarprentsmiðja ehf. – umhverfisvottuð prentsmiðja Til kennara og foreldra! Bæði foreldrar og kennarar vita hversu stórt bil getur verið milli áhugasviðs og þroska 6–9 ára nemenda og textans sem þeir eru færir um að lesa. Smábókaflokkur Menntamálastofnunar er tilraun til að brúa þetta bil. Reynt er að höfða til ólíkra áhugasviða barnanna með texta sem er innihaldsríkur þrátt fyrir einfalda framsetningu. Bækurnar eru ríkulega myndskreyttar og áhersla lögð á að þær höfði bæði til tilfinninga og rökhugsunar og ekki síst til kímnigáfu lesenda. Smábókaflokknum fylgja ekki vinnubækur en á vefsíðu Menntamála- stofnunar er að finna kennsluhugmyndir eftir Ragnheiði Gestsdóttur. Þar eru sett fram dæmi um verkefni sem henta til einstaklingsvinnu og hópvinnu; málfræði, ritun, myndvinnslu og munnlega tjáningu, og hægt er að laga að öllum bókunum og einnig eru þar verkefni með Putalestinni til að prenta út.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=