Pógó og prumpið sem bjargaði heiminum | Kennsluleiðbeiningar | 2942 | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 2025 9 Mig vantar föt! Vangaveltur Hvernig útskýrir Tomasz blindu fyrir PóGó? Af hverju býður Tomasz PóGó að gista hjá sér? Hvaða tilfinningu heldur þú að PóGó upplifi í lok kaflans? Heldurðu að það sé alltaf rétt að trúa því sem stendur í bæklingum eða bókum? PóGó upplifir bæði gleði og vandræði í þessum kafla – hvað finnst þér þessi kafli segja um að vera gestur í nýjum aðstæðum? Verkefni með fjórða kafla: Hátt sett prump! Nemendur vinna eftir kennsluaðferðinni 1, 2, öll! Nemendur fá 1–3 mínútur í að skrifa hver fyrir sig svar við spurningunni: Má hver sem er prumpa hvenær sem er? Af hverju/Af hverju ekki? Þegar nemendur hafa skrifað hver fyrir sig bera sessunautar saman svör sín. Þegar því er lokið ræðir hópurinn allur saman. Til stuðnings fyrir kennara má hafa eftirfarandi spurningar í huga: Hverjir mega prumpa í samfélaginu og hverjir ekki? Er einhver munur á því hvernig við bregðumst við ef barn prumpar eða fullorðinn? Hvað gerist ef forsetinn prumpar í miðri ræðu? Prumpa fyrirsætur? Eru allir jafnir hvað varðar prump? Verkefni nemenda er svo eftirfarandi: Skrifa stutta fyndna frásögn eða gera teiknimyndasögu þar sem hátt sett manneskja í samfélaginu prumpar opinberlega. Hvernig er brugðist við? Hvernig bregst manneskjan sjálf við? Námsmarkmið: Nemendur læri um staðalímyndir. Sprell Nemendur teikna herbergi Tomaszar. Hvetja nemendur til að hafa það í huga sem sagt er frá í kaflanum en líka það sem ekki er sagt. Pógó og prumpið sem bjargaði heiminum | Kennsluleiðbeiningar | 2942 | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 2025 29 Gerðu stutta teiknimyndasögu þar sem hátt sett manneskja í samfélaginu prumpar opinberlega. Hvernig er brugðist við? Hvað gerir og hugsar manneskjan í kjölfarið? Hátt sett prump
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=