Pógó og prumpið sem bjargaði heiminum | Kennsluleiðbeiningar | 2942 | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 2025 7 Hvar er ég? Vangaveltur Af hverju ætli fyrsta verk PóGó sé að fela geimskipið? Hvað þýðir að aðlagast? Hvernig myndir þú útskýra sundferð fyrir PóGó? Hvernig heldurðu að það sé að lenda á glænýjum stað þar sem allt er ókunnugt – og jafnvel ekki það sem þú bjóst við? Heldur þú að það geti verið kostur að sjá ekki hvernig aðrir líta út – eins og Tomasz gerir? Ef þú værir í sporum PóGó, myndir þú treysta Tomasz og vilja fara með honum í sund? Fræðsluefni: https://www.blind.is/is/blindrafelagid Verkefni með öðrum kafla: Búðu til punktaletur! Nemendur búa til orð og málsgrein með því að teikna á verkefnablað tvö. Hægt er að sýna og segja frá punktaletri (e. Braille) til dæmis hér: https://www.blind.is/is/blindrafelagid/hagsmunamalin/punktaletur https://island.is/s/sjonstodin/punktaletur Stungið er upp á því á verkefnablaðinu að hafi nemendur tíma geti þau spreytt sig á að föndra spjald með orði eða jafnvel málsgrein á punktaletri. Efni og áhöld í það eru stífur pappír, reglustika og teiknibóla. Námsmarkmið: nemendur æfi sig í því að setja sig í spor annarra Sprell Nemendur eru tvö og tvö saman. Bundið er fyrir augu A (t.d. með svefngrímu eða buffi) og B hefur það hlutverk að leiða A um skólann. Lykilatriði er að útskýra vel fyrir nemendum tilgang leiksins: Að mynda traust milli nemenda. Tilgangurinn er ekki að leiða í gildru heldur að eiga góð samskipti og nota skýrar setningar og orð til að gefa fyrirmæli. („... eftir tvö skref er þröskuldur. Núna beygjum við rólega til hægri.“) Pógó og prumpið sem bjargaði heiminum | Kennsluleiðbeiningar | 2942 | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 2025 26 Punktaletur Frakkinn Louis Bralle fann upp punktaletrið sem heitir eftir honum. Letrið byggir á upphleyptum punktum sem blindir og sjónskertir lesa með því að strjúka fingrunum eftir þeim. Skoðaðu myndina hér til hliðar. Skrifaðu nafnið þitt með punktaletri inn í kassann. Skrifaðu eina málsgrein í kassann og láttu sessunaut eða hópfélaga ráða í hvað þar stendur. Viltu fara lengra?! Notaðu hugmyndaflugið og búðu til spjald með orði á punktaletri. Þú þarft stífan pappír og einhvers konar prjón eða teiknibólu. Ætli það leynist einfaldar leiðbeiningar á netinu?
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=