Pógó og prumpið sem bjargaði heiminum | Kennsluleiðbeiningar | 2942 | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 2025 6 Á leið til Jarðar Vangaveltur Hvað kemur fram í kaflanum um Poffara? Hvernig eru þeir líkir jarðarbúum og hvað greinir þá að? Hvað á PóGó að gera á Jörðinni? Af hverju á að tortíma jarðarbúum? Hvers vegna stefnir geimskip PóGó að brotlendingu? Hvers vegna heldurðu að PóGó sé svona hikandi við að framkvæma verkefnið sitt, þó geimveran vilji hlýða drottningunni? Hvernig heldurðu að það sé að vera án félagsskapar í svona löngu ferðalagi? Verkefni með fyrsta kafla: Persónan PóGó! Nemendur fylla út verkefnablað með persónulýsingu á PóGó. Hvetjið nemendur til að velta fyrir sér og draga ályktanir um sjálfsmynd PóGó sem kemur sterklega í ljós á þessum fyrstu blaðsíðum með því sem geimveran segir, hugsar og gerir. Til dæmis er PóGó efins um verkefni sitt, talar neikvætt um sig („alltaf klúðra ég öllu“), er skapandi (litar á veggi geimskipisins) og upplifir einmanaleika. Námsmarkmið: nemendur læra um hugtakið sjálfsmynd Sprell Nemendur setja sig í spor PóGó. Þau fá autt blað hjá kennara og teikna og lita mynd af veggjum geimskipsins eftir að PóGó hefur skreytt þá. Pógó og prumpið sem bjargaði heiminum | Kennsluleiðbeiningar | 2942 | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 2025 25 Fylltu út í rammana með því sem þú veist núna um geimveruna PóGó. Skoðaðu vel allt sem PóGó gerir, segir og hugsar um sig. Persónan PóGó
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=