Pógó og prumpið sem bjargaði heiminum | Kennsluleiðbeiningar | 2942 | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 2025 48 Bókargagnrýnin Skrifaðu bókargagnrýni. Mundu að taka fram hvað þér fannst um persónurnar og hvernig þeim var lýst, hvernig þér fannst sögusviðið ásamt skoðun þinni á sögunni. Auglýsingin Búðu til útvarpsauglýsingu fyrir bókina … já, eða sjónvarpsauglýsingu … eða listræna auglýsingu á veggspjald! Tónverkið Semdu texta, til dæmis ljóð eða rapp um efni tengd sögunni. Ef þú hefur tíma getur þú jafnvel samið tónlist við verkið og tekið upp þitt eigið tónverk. Kennarinn Búðu til skriflegt próf úr sögunni. Kahoot! Búðu til Kahoot spurningar úr sögunni. Tilvalið fyrir bekkinn þegar lestri er lokið! Skókassinn Veldu atriði úr sögunni og búðu til líkan af því – til dæmis í skókassa. Borðspilið Búð til borðspil úr efni sögunnar.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=