Pógó og prumpið sem bjargaði heiminum | Kennsluleiðbeiningar | 2942 | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 2025 47 Enn fleiri hugmyndir! Sögutengingar Oft finnum við tengingar í sögum við aðrar sögur, atburði úr eigin lífi eða jafnvel fréttir. Skráðu tengingar sem þú finnur í sögunni hér fyrir neðan. Viðtalið Veldu þér persónu úr sögunni og skrifaðu niður spurningar sem þú vilt fá svör við. Þú getur bæði spurt um hluti sem koma fram í bókinni en líka eitthvað sem gerir það ekki. Þú býrð líka til svörin. Kannski færð þú leyfi til að vinna þetta með námsfélaga og þið setjið ykkur í leiklistarstellingar og takið viðtalið upp. Breyttu og bættu! Bættu við stuttum kafla í bókina. Þú getur til dæmis bætt við átjánda kaflanum sem fjallar um það sem gerðist eftir að Bergrún hætti að skrifa eða kafla sem gerist áður en fyrsti kaflinn varð til. Dagbókin Veldu þér persónu úr sögunni og skrifaðu dagbókarfærslu eftir að atburðir lokakaflans eru liðnir. Bókakápan Hannaðu nýja bókarkápu á bókina. Upptakan Veldu atburð úr bókinni og taktu upp leikið atriði. Hvernig lærir PóGó á lífið á jörðinni?
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=