PóGó og prumpið sem bjargaði heiminum - kennsluleiðbeiningar

Pógó og prumpið sem bjargaði heiminum | Kennsluleiðbeiningar | 2942 | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 2025 46 Skrifaðu stutta dagbókarfærslu frá sjónarhorni einnar aðalpersónu bókarinnar. Lýstu því hvernig dæmigerður dagur í lífi þeirra gæti verið. Búðu til hugtakakort eða orðaský þar sem þú útskýrir hugtök sem PóGó lærir í sögunni, t.d. ADHA, einhverfa, táknmál, sjónskerðing, skynsegin, fjölbreytileiki og fleiri. Útskýrðu með eigin orðum og notaðu myndir og tákn. Vinnið saman í hóp og hannið vitundarherferð fyrir skólann þinn! Búðu til slagorð, auglýsingar, veggspjöld, ljósmyndir, myndbönd þar sem þið vekið athygli á virðingu og réttindum fólks með fötlun. Vinnið í litlum hópi og takið upp umræðu þar sem þið veltið fyrir ykkur hugtakinu venjulegt. Þið getið til dæmis tekið fyrir nokkrar af eftirfarandi spurningum: • Hvað dettur ykkur í hug þegar þið heyrið orðið „eðlilegur“? • Hver ákveður hvað er „eðlilegt“ og hvað ekki? • Er til ein rétt leið til að líta út, tala eða hegða sér? • Getur manneskja verið ólík öðrum án þess að það sjáist utan á henni? • Hefur þú einhvern tímann fundið fyrir því að þú passaðir ekki alveg inn? • Hvernig breytist hegðun fólks þegar einhver er ekki eins og „flestir“? • Hvaða orð eru notuð og hafa verið notuð um fólk sem er „öðruvísi“? Skiptir máli hvernig talað er um fólk með fötlun? • Hvernig getum við gert samfélagið okkar þannig að fleiri upplifi sig tilheyra.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=