PóGó og prumpið sem bjargaði heiminum - kennsluleiðbeiningar

Pógó og prumpið sem bjargaði heiminum | Kennsluleiðbeiningar | 2942 | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 2025 45 Ýmis verkefni Í bókinni eru skemmtilegar lýsingar á ýmsum fyrirbærum sem koma PóGó undarlega fyrir sjónir. Skoðaðu sérstaklega upplifun hennar á ís í fjórða kafla. Finndu fleiri dæmi í bókinni og búðu til Alias spjald/spjöld. Spreyttu þig svo á þeim með námsfélaga. Gerðu rannsóknarverkefni um prump! Af hverju prumpum við? Hvað er prump? Er hægt að nota prump sem eldsneyti? Búðu til fleiri spurningar sem þú vilt fá svarið við og leitaðu svara. Þú getur til dæmis notað bók Sævars Helga Bragasonar: Kúkur, piss og prump og Vísindavefinn. PóGó er með þykkan bækling um jarðarbúa meðferðis. Hvernig ætli hann líti út og hvernig eru upplýsingarnar settar fram? Búðu til þína útgáfu af slíkum bæklingi sem útskýrir hvað fötlun er, hvers konar fjölbreytileiki getur verið til staðar á jörðinni og hvers vegna það er mikilvægt að bera virðingu fyrir öllum – óháð aðstæðum. PóGó lærir margt á veru sinni meðal krakkanna, meðal annars ýmsar tilfinningar. Flettu í gegnum söguna og búðu til lista yfir þær tilfinningar sem PóGó upplifir og lærir að þekkja. Þú getur síðan sett listann fram á veggspjaldi með skýringum eða með myndrænni útfærslu. Finndu tvo til þrjá námsfélaga og góðan stað til að tala saman. Ef það er möguleiki væri ef til vill sniðugt að taka umræðurnar upp. Veltið fyrir ykkur og ræðið eftirfarandi spurningar: PóGó vill ekki sjást af fullorðnum, af hverju ekki? Hverjir eru „ósýnilegir hópar“ í samfélaginu (hópar sem sjást sjaldan í afþreyingarefni). Hvað gerir fólk sýnilegt í samfélaginu? Hvað er hægt að gera til að allir sjáist? Veldu eina af aðalpersónum bókarinnar og veltu fyrir þér hvernig líf þitt myndi breytast ef þú værir í hennar sporum. Þú getur skrifað stutta ritun eða tekið upp myndband. Settu þig í skapandi gírinn og hannaðu plánetuna Poff. Flettu fyrst í gegnum bókina og taktu eftir því sem PóGó segir um hana og hvernig er umhorfs þar. Að minnsta kosti tvö fyrirtæki framleiða stoðtæki á Íslandi? Veldu fyrirtæki, kynntu þér sögu þess og segðu frá í 300-400 orðum. Ef þú gætir valið, hvernig gervilim myndirðu vilja hafa og hvernig heldurðu að það myndi hafa áhrif á athafnir daglegs lífs? Geturðu nefnt nokkra kosti við að hafa gervilim? Hver er Haraldur Ingi Þorleifsson, hvað hefur hann unnið við og hvernig hefur hann haft áhrif á Ísland og samfélagið? Hver er Eminem? Gerðu rannsóknarverkefni um kappann. Vinnið í litlum hópi og búið til nafnspjöld fyrir aðalpersónur bókarinnar, t.d. Sonju, Sindra, Tomasz eða Mars. Nafnspjaldið á að sýna áhugamál, styrkleika, drauma og það sem gerir manneskjur einstakar – ekki sjúkdómsgreiningar.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=