PóGó og prumpið sem bjargaði heiminum - kennsluleiðbeiningar

Pógó og prumpið sem bjargaði heiminum | Kennsluleiðbeiningar | 2942 | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 2025 37 Tilfinningaljóð Veldu eina tilfinningu af lista sem kennari sýnir þér. Ímyndaðu þér tilfinninguna og lýstu henni í ljóðinu án þess að nefna hana á nafn nema í titlinum. Skoðaðu dæmi hér fyrir neðan og nýttu þér það í þínu eigin ljóði. Von Ég bíð eftir að eitthvað gott gerist. Eins og þegar regnbogi kemur eftir rigningu. Hjartað mitt hoppar um í brjóstinu á meðan ég bíð. Hún er eins og ósýnilegur vinur sem hvíslar: „Allt verður í lagi.“ Ekki hika við að gera margar tilraunir!

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=