Pógó og prumpið sem bjargaði heiminum | Kennsluleiðbeiningar | 2942 | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 2025 3 Hæfniviðmið við lok 7. bekkjar Að nemandi geti ... sýnt fram á skilning á mikilvægum gildum, svo sem kærleika, mannhelgi, félagslegu réttlæti, umhyggju fyrir öðrum mönnum og öllu lífi, lýst sjálfum sér og tekið dæmi um þætti sem hafa áhrif á sjálfsmynd hans, svo sem úr nærsamfélagi, umhverfi og menningu, vegið og metið áhrif fyrirmynda og staðalmynda, hvernig vinna megi með þau á sjálfstæðan og uppbyggjandi hátt, lýst margvíslegum tilfinningum og áttað sig á, áhrifum þeirra á hugsun og hegðun, gert sér grein fyrir jafngildi sínu og annarra manna og rætt þýðingu þess, sett sig í spor fólks með ólíkan bakgrunn á völdum stöðum og tímum, borið kennsl á ólíkan bakgrunn fólks og virt frelsi þess til mismunandi trúar, lífsgilda, skoðana og lífshátta, nefnt dæmi um gildi jafnréttis og mannréttinda í samfélaginu og rætt áhrif staðalímynda, sýnt samferðafólki sínu tillitssemi og umhyggju.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=