PóGó og prumpið sem bjargaði heiminum - kennsluleiðbeiningar

Pógó og prumpið sem bjargaði heiminum | Kennsluleiðbeiningar | 2942 | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 2025 23 Allir gulu miðarnir Vangaveltur Úr hverju er fallhlíf PóGó? Hvað táknar breyting PóGó í lok bókarinnar? Hvað þýðir að vera einstök? PóGó er ekki 100% Poffari að eigin mati. Er einhver 100% eitthvað? Verkefni – Hvað er mikilvægast? Kennari skiptir nemendum í hópa og útdeilir til þeirra 15 miðum. Á hverjum miða er eitt orð yfir gildi: kærleikur, mannúð, réttlæti, umhyggja, heiðarleiki, virðing, frelsi, samkennd, jafnrétti, samvinna, ábyrgð, traust, kurteisi, þolinmæði, hreinskilni Nemendur eiga að skoða miðana saman og ganga úr skugga um að öll í hópnum skilji orðin. Ef til vill þarf að hafa raftæki til að fletta upp skýringum á orðunum við höndina. Hópurinn fær blað og þau teikna einfalda mynd af loftbelg (má sleppa). Síðan hefst leikurinn. Miðarnir (gildin) eru í loftbelgnum sem er að missa flugið. Nemendur fá 5 mínútur til að létta loftbelginn með því að henda 5 gildum fyrir borð. Þegar því er lokið eru nemendur beðnir um að deila þeim gildum sem eru eftir hjá hverjum hópi. Að því loknu tilkynnir kennari að loftbelgnum sé aftur að fatast flugið. Nú þarf aftur að henda 5 gildum. Þetta má endurtaka að minnsta kosti einu sinni enn þar til hóparnir eru til dæmis hver með 3 gildi. Mikilvægast er að hóparnir kynni gildin sem urðu eftir og færi rök fyrir því af hverju þau eru mikilvæg(ust). Námsmarkmið: Nemendur læri um gildi Sprell Í lok bókarinnar ákveður PóGó að búa áfram á jörðinni. Nemendur geta teiknað ný föt á PóGó. Hvernig stíl er geimveran með? Pógó og prumpið sem bjargaði heiminum | Kennsluleiðbeiningar | 2942 | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 2025 43 Lofbelgurinn Kærleikur Mannúð Réttlæti Umhyggja Heiðarleiki Virðing Frelsi Samkennd Jafnrétti Samvinna Ábyrgð Traust Kurteisi Þolinmæði Hreinskilni Pógó og prumpið sem bjargaði heiminum | Kennsluleiðbeiningar | 2942 | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 2025 44 Sprell – STÍLL PÓGÓ

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=