PóGó og prumpið sem bjargaði heiminum - kennsluleiðbeiningar

Pógó og prumpið sem bjargaði heiminum | Kennsluleiðbeiningar | 2942 | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 2025 22 Hvað er PóGó? Vangaveltur Hvers vegna heldur þú að krakkarnir ákveði að gista saman í stað þess að fara hvert til síns heima? Hvernig manneskja er pabbi Tomaszar miðað við það sem kemur fram í kaflanum? Hvernig tilfinning er það að þurfa að bíða eftir einhverju og geta ekkert gert nema beðið? Verkefni – Ofurhetjan Kennari útskýrir hvað orðið gildi þýðir. • Eitthvað sem okkur þykir gott, eftirsóknarvert og æskilegt, t.d. kurteisi eða heilbrigði. Nemendur eiga að hanna ofurhetju sem berst fyrir manngæsku. Kraftar hennar eiga að felast í góðum gildum. Námsmarkmið: Nemendur læri að þekkja hugtakið gildi Sprell Nemendur velja eins mörg gildi og þau vilja og skrifa þau fallega á veggspjald. Mikilvægt að láta myndir og tákn með orðunum og vanda framsetningu. Tilvalið er að nemendur vinni saman og hengi að sjálfsögðu veggspjaldið upp. Pógó og prumpið sem bjargaði heiminum | Kennsluleiðbeiningar | 2942 | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 2025 42 Ofurhetjan! Hannaðu þína eigin ofurhetju sem berst fyrir manngæsku. Teiknaðu bæði mynd og lýstu henni í stuttum texta. Það sem þarf að koma fram er: Nafn ofurhetjunnar. Hvaða gildi hún notar (til dæmis: samkennd, hugrekki, heiðarleiki, kurteisi, virðing, ábyrgð …) Hvernig hún hjálpar öðrum eða berst fyrir betri heimi. (Eitt dæmi úr daglegu lífi, t.d. í skólanum eða í samfélaginu.) Skilaboð hennar til heimsins (eins og slagorð eða hvatningarorð).

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=