Pógó og prumpið sem bjargaði heiminum | Kennsluleiðbeiningar | 2942 | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 2025 20 Þakklætistár Vangaveltur Af hverju er slæmt að unglingurinn sé að vinna í ísbúðinni en ekki gamla konan? PóGó á í erfiðleikum með að borga fyrir ísinn. Er nokkurn tímann réttlætanlegt að stela? Af hverju hjálpar Mars PóGó? Verkefni með fjórtánda kafla: Þakkarbréf Kennari sýnir nemendum eftirfarandi myndband: https://www.youtube.com/watch?v=oHv6vTKD6lg Nemendur skrifa þakkarbréf til einhvers sem þeim þykir vænt um. Námsmarkmið: Nemendur læri að þekkja það sem hefur áhrif á sjálfsmynd, meta áhrif fyrirmynda og lýsa margvíslegum tilfinningum Sprell Nemendur eru tvö og tvö saman, velja sér persónu úr sögunni og ímynda sér að hún sé á leiðinni í sjónvarpsviðtal. Þau búa til spurningar fyrir viðtalið og fara svo í hlutverkaleik þar sem viðtalið er leikið. Ef aðstæður og tími leyfa væri gaman að taka viðtalið upp! Pógó og prumpið sem bjargaði heiminum | Kennsluleiðbeiningar | 2942 | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 2025 40 Takk! Kennari sýnir þér myndband um þakklæti. Hugsaðu um manneskju sem þér þykir vænt um eða þú lítur upp til. Manneskju sem lætur þig finna til þakklætis. Skrifaðu svo þakkarbréf til hennar.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=