PóGó og prumpið sem bjargaði heiminum - kennsluleiðbeiningar

Pógó og prumpið sem bjargaði heiminum | Kennsluleiðbeiningar | 2942 | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 2025 19 • Geta nemendur nefnt dæmi úr daglegu lífi þar sem sumir eru í betri stöðu en aðrir? • Hvernig geta forréttindi birst í skóla, íþróttum eða samfélaginu almennt? • Hvað þýðir að fólk byrji „nær körfunni“ í lífinu? • Hvað lærðu nemendur af þessum leik? Námsmarkmið: nemendur læra um jafnréttishugtakið Sprell Nemendur hanna lítið veggspjald út frá slagorðinu VERTU NÆS. NÆS stendur fyrir: Nauðsynlegt – Æskilegt – Skynsamlegt. Spurningar fyrir nemendur til stuðnings: Hvað þýðir fyrir mig að vera næs? Hvernig get ég sýnt það í verki að ég sé næs við aðra? Hvaða hegðun er æskileg í samskiptum? Hvaða orð eða setningar er æskilegt að nota þegar ég tala við aðra? Hvernig vil ég að aðrir komi fram við mig?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=