PóGó og prumpið sem bjargaði heiminum - kennsluleiðbeiningar

Pógó og prumpið sem bjargaði heiminum | Kennsluleiðbeiningar | 2942 | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 2025 18 Þessu er öllu lokið Vangaveltur Hefur þú einhvern tímann gefist upp á einhverju en svo skipt um skoðun? Hvernig hjálpar húmor stundum til í erfiðum eða stressandi aðstæðum? Er í lagi að hlæja þegar allt virðist fara úrskeiðis? Hvernig tengist gildið hugrekki efni kaflans? Verkefni 1 með þrettánda kafla: Draumaísinn PóGó segir að ís bragðist eins og þúsund glitrandi regnbogar. Nemendur teikna draumaísinn sinn á verkefnablaðið. Verkefni 2 með þrettánda kafla: Ruslafötuleikurinn Kennari biður nemendur að raða sér í hring í stofunni og stillir ruslafötu upp í miðjum hringnum. Mikilvægt er að ruslafatan sé jafn langt frá öllum. Því næst skiptast nemendur á að kasta pappírsbolta í körfuna og reyna að hitta. Öll fá eitt kast. Sum munu hitta og önnur ekki. Öll fengu sama tækifæri. Kennari útskýrir hugtakið jafnrétti. Eftir eina umferð færir kennari ruslafötuna til í hringnum þannig að hún sé mjög nálægt hluta hópsins en langt frá flestum. Öll kasta aftur og eins og áður munu sum hitta en líklega færri og bara þau sem eru mjög nálægt. Leikurinn er orðinn óréttlátur. Kennari útskýrir hugtakið forréttindi. Þá er komið að þriðju umferð en þá er ruslafatan aftur færð í miðju en sumum boðið upp á aðlögun. • X fær að færa sig nær vegna hreyfihömlunar. • Y fær að nota tvo bolta vegna sjónskerðingar. • Z fær aðstoðarmann til að kasta með sér. Eftir þriðju umferðina er leikurinn útskýrður og umræður með hópnum. Einnig er hægt að biðja nemendur að skrifa stutta ígrundun. Mikilvæg er að útskýra að jafnrétti þýðir ekki alltaf að allir fái það sama (einfaldasta dæmið er að sá lágvaxnasti þarf upphækkun til að eiga möguleika á að njóta sama útsýnis yfir girðingu og sá hávaxni). Hér er líka hægt að ræða mikilvægi viðeigandi aðlögunar. Spurningar til að stýra umræðum: • Hvernig leið nemendum þegar þeir köstuðu í hverri umferð? • Fannst nemendum þetta sanngjarn leikur? Af hverju eða af hverju ekki? • Hvað þýðir aðlögun? • Hvernig var það að horfa á aðra hafa meiri möguleika í annarri umferð? • Reglurnar voru þær sömu: allir fá eitt kast – af hverju voru samt ekki allir jafnir • Er alltaf sanngjarnt að allir fái sama „tækifæri“? • Hver er munurinn á jöfnuði og réttlæti? • Hvernig getum við tryggt að allir hafi jöfn tækifæri til þátttöku í skólanum – líka þeir sem eru með fatlanir? • Hvernig minnir þetta nemendur á heiminn? Pógó og prumpið sem bjargaði heiminum | Kennsluleiðbeiningar | 2942 | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 2025 39 DRAUMAÍsINN PóGó segir að ís bragðist eins og þúsund glitrandi regnbogar. Teiknaðu draumaísinn þinn og skrifaðu lýsingu á bragðinu þegar þú smakkar hann í fyrsta skipti.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=