Pógó og prumpið sem bjargaði heiminum | Kennsluleiðbeiningar | 2942 | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 2025 17 Ertu viss? Vangaveltur Hvernig kemst Sindri aftur heim til sín eftir að hafa lánað PóGó hjólin af hjólastólnum sínum. Hvað segir kaflinn okkur um samvinnu? Hvernig líður okkur þegar við erum undir miklum þrýstingi að klára verkefni á tíma? Ef þú værir í hópnum, hvaða verkefni tækir þú að þér? Verkefni með tólfta kafla: Stemningsspjald Þetta verkefni er hægt að útfæra á blaði en er ef til vill skemmtilegra að framkvæma í snjalltæki þar sem meiri möguleikar eru á fjölbreyttari útfærslu (t.d. með því að vinna með myndir af netinu. Keynote og Canva eru tilvalin sem og Google Slides er vel nothæft). Nemendur svara margvíslegum spurningum (sjá verkefnablað) með því að finna eða búa til myndir og tákn á blaði eða glæru. Úr verður stemningsspjald hvers og eins sem tilvalið er að deila með öðrum og skoða hvað sameinar og hvernig við erum öll ólík. Mikilvægt að nemendur deili spjöldunum sínum til dæmis með stuttri kynningu fyrir hópnum. Námsmarkmið: nemendur læra að þekkja ólíkan bakgrunn fólks Sprell Nemendur búa til demantsljóð út frá stemningsspjaldinu sínu. Titill ljóðsins er nafnið þeirra. Demantsljóð lítur svona út: Nafn nemanda. Lýsingarorð, lýsingarorð. Sagnorð, sagnorð, sagnorð. Nafnorð, nafnorð, nafnorð, nafnorð. Sagnorð, sagnorð, sagnorð. Lýsingarorð, lýsingarorð. Nafnorð. Pógó og prumpið sem bjargaði heiminum | Kennsluleiðbeiningar | 2942 | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 2025 38 Stemningsspjald Búðu til mynd (á blaðinu eða í tæki, t.d. ein glæra glæruforriti) þar sem þú velur 10–12 spurningar af listanum hér fyrir neðan og býrð til myndasvör (bara myndir) við þeim. Uppáhalds matur veitingastaður? Uppáhalds bíómynd/sjónvarpsþættir? Uppáhalds listamaður/hljómsveit? Uppáhalds leikari? Uppáhalds app/tölvuleikur? Uppáhalds vörumerki/tískumerki? Uppáhalds íþróttamaður/lið? Uppáhalds blóm/ávöxtur/grænmeti? Uppáhalds setning/mottó Í hvaða stjörnumerki ertu? Hvaða dýr ert þú? Hvaða tjákn (emoji) ert þú? Hver eru þín áhugamál? Hver er þín fyrirmynd? Hvað langar þig að verða? Hvaða húsgagn ert þú? Hvernig veður ert þú? Hvaða bíll ert þú? Uppáhalds land? Upphalds litur?
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=