Pógó og prumpið sem bjargaði heiminum | Kennsluleiðbeiningar | 2942 | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 2025 16 Ís í verðlaun Vangaveltur Hvað einkennir nálgun krakkanna á verkefnið: að gera við geimskipið? Hvernig nálgast krakkarnir viðgerðina öðruvísi en PóGó er vön? Hvers vegna fer PóGó hjá sér þegar Mars hrósar teikningunum í geimskipinu? Verkefni með ellefta kafla: Tilfinningaljóð PóGó hefur nú lært margar nýjar tilfinningar í gegnum söguna. Kennari biður nemendur að nefna eins mörg orð yfir tilfinningar og þau geta og skrifar á töfluna. Einnig má nefna fleiri þó svo að nemendur finni ef til vill ekki bein dæmi í bókinni. Því fleiri tilfinningaorð, því betra. Hér eru dæmi til að styðjast við: Gleði, kærleikur, þakklæti, ánægja, hrifning, stolt, öryggi, vellíðan, von, reiði, sorg, kvíði, hræðsla, afbrýðisemi, skömm, vonleysi, einmanaleiki, mótlæti, depurð, undrun, spenna, efasemdir, forvitni ... Nemendur velja eitt (eða fleiri ef tími er til) orð og búa til ljóð. Námsmarkmið: nemendur læri að lýsa tilfinningum Sprell Nemendur fara um skólann ef til vill skólalóðina og taka listrænar ljósmyndir sem túlka nokkrar tilfinningar, t.d. gleði, þakklæti, stolt, sorg, hræðsla, undrun, spenna ... Muna! Ekki má taka myndir af fólki án leyfis. Pógó og prumpið sem bjargaði heiminum | Kennsluleiðbeiningar | 2942 | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 2025 37 Tilfinningaljóð Veldu eina tilfinningu af lista sem kennari sýnir þér. Ímyndaðu þér tilfinninguna og lýstu henni í ljóðinu án þess að nefna hana á nafn nema í titlinum. Skoðaðu dæmi hér fyrir neðan og nýttu þér það í þínu eigin ljóði. Von Ég bíð eftir að eitthvað gott gerist. Eins og þegar regnbogi kemur eftir rigningu. Hjartað mitt hoppar um í brjóstinu á meðan ég bíð. Hún er eins og ósýnilegur vinur sem hvíslar: „Allt verður í lagi.“ Ekki hika við að gera margar tilraunir!
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=