Pógó og prumpið sem bjargaði heiminum | Kennsluleiðbeiningar | 2942 | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 2025 15 Eldgos, flóð og fellibyljir Vangaveltur Hvernig bregðast krakkarnir við þegar þau uppgötva leyndarmál PóGó? Hvaða tilfinningu upplifir PóGó í kjölfarið á því að segja krökkunum frá áætlun drottningarinnar? Krakkarnir telja upp alls konar hluti um Jörðina í kaflanum. Er Jörðin góður staður? Verkefni með tíunda kafla: Sannfærðu drottninguna! Nemendur gera ritunarverkefni þar sem markmiðið er að sannfæra drottninguna á Poff að hætta við að útrýma manneskjunum. Námsmarkmið: að nemendur geri sér grein fyrir jafngildi sínu og annarra Sprell Nemendur teikna lúxusheilsulindina sem Lúlú Karólarólína, drottningin af Poff vill setja á jörðina. Pógó og prumpið sem bjargaði heiminum | Kennsluleiðbeiningar | 2942 | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 2025 36 Sannfærðu drottninguna! Skrifaðu ræðu Pógó. Mundu að nota rök til að sannfæra drottninguna um að hlífa mannfólkinu. Þegar þú færir rök fyrir máli þínu er mikilvægt setja fram staðreyndir sem styðja mál þitt og hugsa um mótrök sem þú gætir fengið. Í rökfærsluritun notum við orðasambönd eins og: Í fyrsta lagi, það má færa rök fyrir því að, það er ljóst að, með öðrum orðum, til dæmis, af því að, á hinn bóginn, þó svo að, samt sem áður, að lokum og fleiri. Yðar hágöfgi, Lúlu Karlólarólína, drottningin af Poff,
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=