PóGó og prumpið sem bjargaði heiminum - kennsluleiðbeiningar

Pógó og prumpið sem bjargaði heiminum | Kennsluleiðbeiningar | 2942 | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 2025 14 Magaverkurinn magnast Vangaveltur Í upphafi kaflans er Tomasz strítt. Hvernig tekst hann á við það? Eru krakkarnir sammála hvað sé best að gera? Ert þú sammála því sem Mars gerir? Hverjar eru mismunandi leiðir að bregðast við stríðni? Hver eru skilaboð myndlistarkennarans um sköpun? Hvernig geta mistök verið frábær? Hvað felst í því að vera skynsegin? Fræðsluefni: https://www.einhverfa.is/static/files/skrar/baekl2023/einhverfa_is_2023_web.pdf Verkefni með níunda kafla: Kröfuspjöld Kennari sýnir nemendum samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og barnasáttmálann. Sérstaklega 3., 5. og 7. grein en margar aðrar greinar sáttmálans myndu nýtast vel hér. Í Barnasáttmálanum er stungið upp á 4., 12., 14. og 15. En einnig koma fleiri til greina. Samningur SÞ um réttindi fatlaðs fólks: https://www.althingi.is/altext/151/s/0960.html Samningurinn á auðlesnu máli með myndum: https://www.throskahjalp.is/static/files/ PPT/Sattmalinn_med_myndum.pdf Barnasáttmálinn: https://www.barnasattmali.is/ Nemendur velta svo fyrir sér og nefna atriði sem þarfnast sérstaklega úrbóta varðandi börn út frá spurningunni: Njóta öll börn sömu réttinda? Hægt er að beita kennsluaðferðinni 1, 2, öll! (sjá verkefni með fjórða kafla). Nemendur vinna svo kröfuspjöld þar sem þau setja fram slagorð með atriðum sem þau vilja fá breytt í samfélaginu. Námsmarkmið: Nemendur læra að þekkja Samning SÞ um réttindi fatlaðs fólks og Barnasáttmálann ásamt því að geta bent á dæmi um mannréttindi Sprell Krossgátu / orðasúpa með orðum sem tengjast söguþræðinum: Geimvera, Poff, Mars, ís, skynsegin, blinda, döff, tortíming, bæklingur, prump. Pógó og prumpið sem bjargaði heiminum | Kennsluleiðbeiningar | 2942 | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 2025 35 Kröfuspjöld Hannaðu nokkur slagorð á kröfuspjöldin hér fyrir neðan út frá hugmyndum þínum um það sem betur má fara í samfélaginu.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=