Pógó og prumpið sem bjargaði heiminum | Kennsluleiðbeiningar | 2942 | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 2025 13 Ef þú ættir einn séns ... Vangaveltur Hvernig líður PóGó með það að útrýming Jarðarinnar er eftir tvo daga? Hvernig upplifir PóGó tónlist? Hvers óskar PóGó í lok kaflans? Heldurðu að list geti breytt því hvernig við sjáum aðra og okkur sjálf? Ef þú værir í sporum PóGó og hefðir eitt tækifæri til að breyta framtíð mannkyns, hvað myndir þú gera? Verkefni með áttunda kafla: Hvað einkennir mig? Kennari spilar lagið Lose Yourself með Eminem. https://www.youtube.com/watch?v=xFYQQPAOz7Y Textann má finna með því að smella hér. Nemendur fá fyrirmæli um að skrifa niður punkta um sig út frá eftirfarandi spurningum: Hvað tengir fólk við mig? Hvað geri ég til að láta mér líða vel? Hvaða fólk stendur mér næst? Hvað geri ég til að láta mér líða vel? Nemendur teikna svo sjálfsmynd á A4 blað. Helmingurinn er andlit en hinn helmingurinn hugarheimur. Sjá dæmi á verkefnablaði. Námsmarkmið: Nemendur læri að lýsa sjálfum sér og sjálfsmynd sinni Sprell Nemendur teikna himininn á Poff eins og honum er lýst í upphafi 8. kafla. Pógó og prumpið sem bjargaði heiminum | Kennsluleiðbeiningar | 2942 | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 2025 34 Hvað einkennir mig? Byrjaðu á því að punkta niður svör við eftirfarandi spurningum: Hvað tengir fólk við mig? Hvað geri ég til að láta mér líða vel? Hvaða fólk stendur mér næst? Hvað geri ég til að láta mér líða vel? Skoðaðu myndina hér fyrir neðan. Fáðu A4 blað hjá kennara og teiknaðu sjálfsmynd. Helmingurinn á að vera andlitið þitt en hinn helminginn teiknar þú út frá því sem þú skrifaðir hér fyrir ofan.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=