Pógó og prumpið sem bjargaði heiminum | Kennsluleiðbeiningar | 2942 | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 2025 12 Er öskudagur eða? Vangaveltur PóGó hefur nú kynnst fjölbreyttum hópi krakka. Hvað einkennir þau? Hvernig persónur sjást oftast í sögum (bókum, bíómyndum, tölvuleikjum ...)? Á Poff er engin list, segir PóGó. Hvernig væri heimurinn okkar ef það væri engin list á Jörðinni? Hvernig myndir þú bregðast við ef þú værir í sporum PóGó og prumpið kæmi á versta mögulega tíma? Hvernig heldurðu að það sé fyrir PóGó að þurfa stöðugt að fela hver hún er? Verkefni með sjöunda kafla: Meira prump! Nemendur ímynda sér að þeir prumpi í skólanum í algjörri þögn og skrifa lýsingu á tilfinningum sínum. Mikilvægt er að fá nemendur til að lýsa þeim af nákvæmni og velta fyrir sér frá mismunandi hliðum. Til dæmis: Hvaða tilfinningar koma upp? Breytast þær eftir því hver er nálægt (vinur, kennari, ókunnugur)? Hvernig myndir þú vilja að aðrir brygðust við? Hvernig er best að vinna úr tilfinningunum? (segja afsakið, hlæja, gera lítið úr, ýkja og/eða gera meira úr, reyna að fá athygli, flýja ...) Námsmarkmið: Nemendur læri að lýsa tilfinningum í orðum Sprell Nemendur fara í göngutúr um skólann og skrá niður eins mörg listaverk og þau finna á 20 mínútum. Skrá einnig hvar þau eru, hver bjó þau til og hvenær? Reyna að fá þau til að velta fyrir sér hvers vegna þau eru þar sem þau eru og hvort það vanti listaverk einhvers staðar. Pógó og prumpið sem bjargaði heiminum | Kennsluleiðbeiningar | 2942 | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 2025 33 Prrrrrp! Ímyndaðu þér að þú prumpir í skólanum í algjörri þögn. Svaraðu eftirfarandi spurningum í heilum málsgreinum og samfelldu máli. Hvaða tilfinning kemur upp þegar þú prumpar? Skiptir máli hver er nálægt (vinur, kennari, ókunnugur)? Hvernig myndir þú vilja að aðrir bregðist við? Hvað gerir þú eftir að þú prumpar?
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=