PóGó og prumpið sem bjargaði heiminum - kennsluleiðbeiningar

Pógó og prumpið sem bjargaði heiminum | Kennsluleiðbeiningar | 2942 | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 2025 11 Kattaþrælar og heimsmet Vangaveltur Hvað er downs heilkenni? Hvað er NPA? Hvað kemur fram í kaflanum um ketti? Er fólk í Heimsmetabók Guinnes „venjulegt“ fólk? Hvaða heimsmet vill PóGó slá? Heldurðu að það sé mikilvægt að PóGó skrifi hjá sér það sem hún lærir? Gæti það verið gagnlegt fyrir aðra? Fræðsluefni: https://www.downs.is/ https://www.npa.is/ Verkefni með sjötta kafla: Hvað hugsar kötturinn minn? Nemendur vinna ritunarverkefni þar sem þau setja sig í spor kattar og skrifa persónulýsingu á sér með augum kattarins. Námsmarkmið: Nemendur læri að lýsa sjálfum sér og sjálfsmynd sinni Sprell PóGó þráir að setja heimsmet. Hvaða heimsmet myndu nemendur vilja slá og hvað þyrftu þau að gera til þess að láta það takast? Nemendur geta farið í netleiðangur og kannað hvernig maður fer að því að komast í heimsmetabók Guinnes. Einnig er hægt að leyfa þeim að fara um skólann og spyrja nemendur og starfsfólk hvaða heimsmet þau geti hugsað sér að setja. Til stuðnings: https://www.guinnessworldrecords.com/records/what-makes-a-guinness-world-records-record-title Pógó og prumpið sem bjargaði heiminum | Kennsluleiðbeiningar | 2942 | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 2025 32 Hvað hugsar kötturinn minn? Settu þig í spor kattar sem er gæludýrið þitt og skrifaðu stutta lýsingu á því sem kötturinn hugsar þegar hann sér þig koma heim úr skólanum. Hafðu í huga hvað kettinum finnst um þig?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=