PóGó og prumpið sem bjargaði heiminum - kennsluleiðbeiningar

Pógó og prumpið sem bjargaði heiminum | Kennsluleiðbeiningar | 2942 | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 2025 10 Varúð Vangaveltur Hvað er kynsegin? Hvað er CP? Er PóGó dónaleg með spurningum sínum? Er í lagi að spyrja um allt? Hvaða mikilvægu uppgötvun gerir PóGó um manneskjur í kaflanum? Hvað segir það um PóGó að hún vilji nú sjálf bæta við og leiðrétta bæklinginn um mannfólk? Hvað finnst þér um hugmyndina að það sé ekki til „venjuleg“ manneskja – heldur að allir séu ólíkir á einhvern hátt? Heldurðu að PóGó sé að breytast eftir að hafa hitt öll þessi ólíku börn? Fræðsluefni: https://cp.is/fraedsla/hvad-er-cp/ https://otila.is/hinsegin-regnhlifin/kynvitund-og-kyntjaning/kynsegin/ Verkefni með fimmta kafla: Tvær staðreyndir og ein lygi Nemendur skrifa þrjár fullyrðingar um sig á blað. Tvær þeirra eiga að vera sannar en ein þeirra lygi. Þau skiptast svo á að lesa þær upp fyrir hvert annað (í litlum hópum eða öll saman) og hlustendur giska hver er ósönn. Mikilvægt er að hvetja nemendur til að skrifa ekki augljósa hluti (t.d. „Ég er ljóshærð“) heldur fremur hluti sem segja eitthvað um persónuleika þeirra: Dæmi: „Ég elska ketti – Mig langar að læra japönsku – Uppáhaldsmyndin mín er Indiana Jones“) Námsmarkmið: Nemendur læri að lýsa sjálfum sér og sjálfsmynd sinni. Sprell Nú hefur ýmislegt komið fram um plánetuna Poff. Til dæmis er útgáfa af kaffi sem heitir OrgOrg og þar býr dýr sem heitir Gobbelddglúbb. Hvað gætu aðrir hlutir heitið á poffísku? Nemendur búa til orðabók Poffara. Pógó og prumpið sem bjargaði heiminum | Kennsluleiðbeiningar | 2942 | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 2025 30 Satt og logið Skrifaðu þrjár fullyrðingar um þig í kassana fyrir neðan en gættu þess að ein þeirra á að vera lygi. Ekki skrifa augljósa hluti – námsfélagar þínir eiga að giska á hver fullyrðinganna er ósönn. Skrifaðu hluti sem segir eitthvað um persónuleika þinn, áhugamál, framtíðardrauma og þess háttar. Fullyrðing eitt: Fullyrðing tvö: Fullyrðing þrjú: Pógó og prumpið sem bjargaði heiminum | Kennsluleiðbeiningar | 2942 | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 2025 31 Finndu 5 villur Sprell

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=