PóGó og prumpið sem bjargaði heiminum - kennsluleiðbeiningar

Kennsluleiðbeiningar PóGó og prumpið Sem bjargaði heiminum Kennsluleiðbeiningar © 2025 Bergrún Íris Sævarsdóttir og Hjalti Halldórsson Ritstjóri: Sigrún Sóley Jökulsdóttir Málfarslestur: Ingólfur Steinsson Faglegur yfirlestur: Öryrkjabandalag Íslands Miðstöð menntunar og skólaþjónustu Kópavogur Allur réttur áskilinn Hönnun og umbrot: Miðstöð menntunar og skólaþjónustu

Pógó og prumpið sem bjargaði heiminum | Kennsluleiðbeiningar | 2942 | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 2025 2 Efnisyfirlit Hæfniviðmið við lok 7. bekkjar . . . . . . . .... 3 Umbókina...................... 4 Um kennsluleiðbeiningarnar . . . . . . . . .... 5 Á leið til Jarðar . . . . . . . . . . ..... 6 Hvarerég? . . . . . . . . . . . ...... 7 Ertu geimvera? . . . . . . . . . . ..... 8 Mig vantar föt! . . . . . . . . . . ..... 9 Varúð . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 10 Kattaþrælar og heimsmet . . . . . ... 11 Er öskudagur eða? . . . . . . . . .... 12 Ef þú ættir einn séns ... . . . . . . ... 13 Magaverkurinn magnast . . . . . . . . . 14 Eldgos, flóð og fellibyljir . . . . . . ... 15 Ísíverðlaun................16 Ertuviss? . . . . . . . . . . . ...... 17 Þessu er öllu lokið . . . . . . . . .... 18 Þakklætistár . . . . . . . . . . ..... 20 kafli – Vaxandi þrýstingur . . . . . ... 21 Hvað er PóGó? . . . . . . . . . ..... 22 Allir gulu miðarnir . . . . . . . . .... 23 Fylgiskjöl.......................24 Ýmis verkefni . . . . . . . . . . . . . ....... 44 Ennfleirihugmyndir!. . . . . . . . . . . . . . . . 46

Pógó og prumpið sem bjargaði heiminum | Kennsluleiðbeiningar | 2942 | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 2025 3 Hæfniviðmið við lok 7. bekkjar Að nemandi geti ... sýnt fram á skilning á mikilvægum gildum, svo sem kærleika, mannhelgi, félagslegu réttlæti, umhyggju fyrir öðrum mönnum og öllu lífi, lýst sjálfum sér og tekið dæmi um þætti sem hafa áhrif á sjálfsmynd hans, svo sem úr nærsamfélagi, umhverfi og menningu, vegið og metið áhrif fyrirmynda og staðalmynda, hvernig vinna megi með þau á sjálfstæðan og uppbyggjandi hátt, lýst margvíslegum tilfinningum og áttað sig á, áhrifum þeirra á hugsun og hegðun, gert sér grein fyrir jafngildi sínu og annarra manna og rætt þýðingu þess, sett sig í spor fólks með ólíkan bakgrunn á völdum stöðum og tímum, borið kennsl á ólíkan bakgrunn fólks og virt frelsi þess til mismunandi trúar, lífsgilda, skoðana og lífshátta, nefnt dæmi um gildi jafnréttis og mannréttinda í samfélaginu og rætt áhrif staðalímynda, sýnt samferðafólki sínu tillitssemi og umhyggju.

Pógó og prumpið sem bjargaði heiminum | Kennsluleiðbeiningar | 2942 | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 2025 4 Um bókina Sagan um PóGó og prumpið sem bjargaði heiminum er 25. bókin sem ég skrifa fyrir börn. Ég hef fjallað um flest milli himins og jarðar – en aldrei áður haldið út fyrir himinhvolfið! Þetta er líka í fyrsta sinn sem ég skrifa bók þar sem aðalpersónur eru með sýnilegar og ósýnilegar fatlanir. Þegar ég lít um öxl sé ég að ég hef ekki alltaf sýnt heiminn eins og hann er. En það er aldrei of seint að gera betur! Von mín er að sagan gefi innsýn í veruleika barna sem sjást allt of sjaldan í bókum og afþreyingu. Það er einlæg trú mín að bækur, bíó og sjónvarp eigi að endurspegla raunveruleikann – að sýna ekki börn með fatlanir er ekki annað en sögufölsun. Forréttindum fylgja oft fordómar og besta leiðin til að brjóta þá niður er með fræðslu – án þess þó að fjörið týnist! Markmið bókarinnar var fyrst og fremst að búa til spennandi ævintýri með marglaga persónum sem eru vissulega með fatlanir án þess að þær séu aðalatriðið. Upplifanir PóGó eru í forgrunni og með því að fylgja geimveru til Jarðar má setja í orð erfiðar og stundum óþægilegar spurningar. Geimveran hljómar oft eins og kjáni, en er tilbúin að læra og viðurkenna mistök – og það er eiginleiki sem við öll ættum að tileinka okkur. Við slík skrif er mikilvægt að leita til réttra aðila. Eva Þengilsdóttir og Andrea Valgeirsdóttir hjá ÖBÍ komu verkefninu af stað og fjölmargir álitsgjafar lásu yfir handritið – því, eins og ÖBÍ minnir á: ekkert um okkur án okkar! Barnamálahópur ÖBÍ lagði til mikilvægar ábendingar og Stjörnu-Sævar veitti dýrmætar athugasemdir – enda er ég í þessari bók komin 400 ljósár út fyrir mitt sérsvið. Ég er afar þakklát öllum yfirlesurum, ritstjóranum Mörtu Magnadóttur og teymi MMS fyrir fagmennsku og áhuga. Þá kom enginn annar en Hjalti Halldórsson að gerð kennsluleiðbeininga – einn besti kennari sem ég þekki. Það er fátt betra en fallegt samstarf – og, eins og bókin sýnir, þá erum við alltaf sterkari þegar hæfileikar hvers og eins fá að skína. Áfram PóGó – og áfram allskonar! Bergrún Íris Sævarsdóttir

Pógó og prumpið sem bjargaði heiminum | Kennsluleiðbeiningar | 2942 | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 2025 5 Um kennsluleiðbeiningarnar Þessar kennsluleiðbeiningar byggja á sýn höfundar bókarinnar um mikilvægi þess að gera veruleika barna, sem sjást sjaldan í bókum og afþreyingarefni, sýnilegri. Markmiðið er að stuðla að dýpri skilningi á sögunni og leggja fram verkefni sem stuðla að samkennd. Við gerð leiðbeininganna var því sérstaklega horft til þeirra hæfniviðmiða aðalnámskrár sem tengjast hugar- og félagsheimi nemenda í samfélagsgreinum. Áherslan er á að virkja nemendur til ígrundunar og samtals, efla siðferðisvitund og félagslega færni, auk þess að styrkja lesskilning og tjáningu. Leiðbeiningarnar fylgja framvindu bókarinnar og skiptast í verkefni sem tengjast hverjum kafla. Með hverjum kafla fylgja þrenns konar verkefni: Vangaveltur – Spurningar eða athugasemdir sem kennari getur nýtt hvort heldur sem er á meðan lestri stendur eða eftir hann. Þær eru ætlaðar bæði til að efla lesskilning og til að fá fram umræður um efni sögunnar, vekja forvitni og fá skoðanir nemenda sjálfra um efni sögunnar eða eigin hugmyndir. Spurninganna er hægt að spyrja munnlega yfir hópinn á meðan lesið er eða setja fram sem umræðu- eða ritunarverkefni eftir lestur. Verkefni kaflans – Nákvæm útfærsla á verkefni sem byggir á efni kaflans með lýsingu fyrir kennara. Aftast í kennsluleiðbeiningunum eru verkefnablöð tilbúin til útprentunar með fyrirmælum fyrir nemendur. Þessi verkefni miða að því að dýpka skilning nemenda á efni sögunnar. Lögð er áhersla á fjölbreytni og skapandi nálgun. Reynt var eftir fremsta megni að hafa verkefnin með skýru námsmarkmiði en einnig þannig úr garði gerð að kennari geti aðlagað þau að sinni kennslu, tíma og aðstæðum. Sprell – Fjölbreytt og skapandi verkefni sem geta brotið upp kennslustundirnar og nemendur unnið sjálfstætt. Áhersla er á hreyfingu, uppbrot, tjáningu, myndsköpun, orðaforða eða óhefðbundna nálgun á viðfangsefni sögunnar. Auk ofantaldra verkefna sem fylgja hverjum kafla er að finna í kennsluleiðbeiningunum lista með fjölmörgum lítillega útfærðum verkefnahugmyndum sem kennarar geta nýtt og aðlagað að sinni kennslu. Listinn er hvorki tæmandi né bindandi – hann er hugsaður sem verkfærakista til að auðga kennsluna og nýta fyrir frekari útfærslu kennara. Enn fremur er í kennsluleiðbeiningunum yfirlit yfir þau hæfniviðmið úr Aðalnámskrá grunnskóla sem unnið var út frá við gerð kennsluleiðbeininganna. Hafa ber í huga að fjölmörg önnur hæfniviðmið koma til greina, til að mynda í lykilhæfni, og ekkert því til fyrirstöðu að bæta við! Hjalti Halldórsson

Pógó og prumpið sem bjargaði heiminum | Kennsluleiðbeiningar | 2942 | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 2025 6 Á leið til Jarðar Vangaveltur Hvað kemur fram í kaflanum um Poffara? Hvernig eru þeir líkir jarðarbúum og hvað greinir þá að? Hvað á PóGó að gera á Jörðinni? Af hverju á að tortíma jarðarbúum? Hvers vegna stefnir geimskip PóGó að brotlendingu? Hvers vegna heldurðu að PóGó sé svona hikandi við að framkvæma verkefnið sitt, þó geimveran vilji hlýða drottningunni? Hvernig heldurðu að það sé að vera án félagsskapar í svona löngu ferðalagi? Verkefni með fyrsta kafla: Persónan PóGó! Nemendur fylla út verkefnablað með persónulýsingu á PóGó. Hvetjið nemendur til að velta fyrir sér og draga ályktanir um sjálfsmynd PóGó sem kemur sterklega í ljós á þessum fyrstu blaðsíðum með því sem geimveran segir, hugsar og gerir. Til dæmis er PóGó efins um verkefni sitt, talar neikvætt um sig („alltaf klúðra ég öllu“), er skapandi (litar á veggi geimskipisins) og upplifir einmanaleika. Námsmarkmið: nemendur læra um hugtakið sjálfsmynd Sprell Nemendur setja sig í spor PóGó. Þau fá autt blað hjá kennara og teikna og lita mynd af veggjum geimskipsins eftir að PóGó hefur skreytt þá. Pógó og prumpið sem bjargaði heiminum | Kennsluleiðbeiningar | 2942 | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 2025 25 Fylltu út í rammana með því sem þú veist núna um geimveruna PóGó. Skoðaðu vel allt sem PóGó gerir, segir og hugsar um sig. Persónan PóGó

Pógó og prumpið sem bjargaði heiminum | Kennsluleiðbeiningar | 2942 | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 2025 7 Hvar er ég? Vangaveltur Af hverju ætli fyrsta verk PóGó sé að fela geimskipið? Hvað þýðir að aðlagast? Hvernig myndir þú útskýra sundferð fyrir PóGó? Hvernig heldurðu að það sé að lenda á glænýjum stað þar sem allt er ókunnugt – og jafnvel ekki það sem þú bjóst við? Heldur þú að það geti verið kostur að sjá ekki hvernig aðrir líta út – eins og Tomasz gerir? Ef þú værir í sporum PóGó, myndir þú treysta Tomasz og vilja fara með honum í sund? Fræðsluefni: https://www.blind.is/is/blindrafelagid Verkefni með öðrum kafla: Búðu til punktaletur! Nemendur búa til orð og málsgrein með því að teikna á verkefnablað tvö. Hægt er að sýna og segja frá punktaletri (e. Braille) til dæmis hér: https://www.blind.is/is/blindrafelagid/hagsmunamalin/punktaletur https://island.is/s/sjonstodin/punktaletur Stungið er upp á því á verkefnablaðinu að hafi nemendur tíma geti þau spreytt sig á að föndra spjald með orði eða jafnvel málsgrein á punktaletri. Efni og áhöld í það eru stífur pappír, reglustika og teiknibóla. Námsmarkmið: nemendur æfi sig í því að setja sig í spor annarra Sprell Nemendur eru tvö og tvö saman. Bundið er fyrir augu A (t.d. með svefngrímu eða buffi) og B hefur það hlutverk að leiða A um skólann. Lykilatriði er að útskýra vel fyrir nemendum tilgang leiksins: Að mynda traust milli nemenda. Tilgangurinn er ekki að leiða í gildru heldur að eiga góð samskipti og nota skýrar setningar og orð til að gefa fyrirmæli. („... eftir tvö skref er þröskuldur. Núna beygjum við rólega til hægri.“) Pógó og prumpið sem bjargaði heiminum | Kennsluleiðbeiningar | 2942 | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 2025 26 Punktaletur Frakkinn Louis Bralle fann upp punktaletrið sem heitir eftir honum. Letrið byggir á upphleyptum punktum sem blindir og sjónskertir lesa með því að strjúka fingrunum eftir þeim. Skoðaðu myndina hér til hliðar. Skrifaðu nafnið þitt með punktaletri inn í kassann. Skrifaðu eina málsgrein í kassann og láttu sessunaut eða hópfélaga ráða í hvað þar stendur. Viltu fara lengra?! Notaðu hugmyndaflugið og búðu til spjald með orði á punktaletri. Þú þarft stífan pappír og einhvers konar prjón eða teiknibólu. Ætli það leynist einfaldar leiðbeiningar á netinu?

Pógó og prumpið sem bjargaði heiminum | Kennsluleiðbeiningar | 2942 | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 2025 8 Ertu geimvera? Vangaveltur Hvernig eru viðbrögð krakkanna mismunandi þegar þau hitta PóGó? Hvað segist PóGó vera að gera á Jörðinni? Hvað þýðir að vera döff? Hvað kemur í ljós í kaflanum um áætlanir drottningarinnar á Poff? PóGó þykist vera bara „túristi“. Heldurðu það sé rétt að gera það, þegar maður er hræddur um hvernig aðrir bregðast við? Fræðsluefni: https://www.deaf.is/umdoff/islenskttaknmal/ Verkefni með þriðja kafla: Íslenskt táknmál Nemendur gera verklega æfingu í að segja nafnið sitt á íslensku táknmáli. Nauðsynlegt er að nemendur hafi aðgang að netinu og kennari sýni þeim þessa Youtube rás: https://www.youtube.com/watch?v=ie24KZB_RIU&list=PLgCnXibzTMv_ MpWDIKuhqdy7O2lzj5L8N&index=1 Námsmarkmið: Nemendur æfa sig í því að setja sig í spor annarra Sprell Engin tvö eru nákvæmlega eins. Finndu átta villur! Pógó og prumpið sem bjargaði heiminum | Kennsluleiðbeiningar | 2942 | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 2025 27 Íslenskt táknmál Æfðu þig með námsfélaga að segja nafnið þitt á íslensku táknmáli. Pógó og prumpið sem bjargaði heiminum | Kennsluleiðbeiningar | 2942 | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 2025 28 Sprell Finndu 8 villur

Pógó og prumpið sem bjargaði heiminum | Kennsluleiðbeiningar | 2942 | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 2025 9 Mig vantar föt! Vangaveltur Hvernig útskýrir Tomasz blindu fyrir PóGó? Af hverju býður Tomasz PóGó að gista hjá sér? Hvaða tilfinningu heldur þú að PóGó upplifi í lok kaflans? Heldurðu að það sé alltaf rétt að trúa því sem stendur í bæklingum eða bókum? PóGó upplifir bæði gleði og vandræði í þessum kafla – hvað finnst þér þessi kafli segja um að vera gestur í nýjum aðstæðum? Verkefni með fjórða kafla: Hátt sett prump! Nemendur vinna eftir kennsluaðferðinni 1, 2, öll! Nemendur fá 1–3 mínútur í að skrifa hver fyrir sig svar við spurningunni: Má hver sem er prumpa hvenær sem er? Af hverju/Af hverju ekki? Þegar nemendur hafa skrifað hver fyrir sig bera sessunautar saman svör sín. Þegar því er lokið ræðir hópurinn allur saman. Til stuðnings fyrir kennara má hafa eftirfarandi spurningar í huga: Hverjir mega prumpa í samfélaginu og hverjir ekki? Er einhver munur á því hvernig við bregðumst við ef barn prumpar eða fullorðinn? Hvað gerist ef forsetinn prumpar í miðri ræðu? Prumpa fyrirsætur? Eru allir jafnir hvað varðar prump? Verkefni nemenda er svo eftirfarandi: Skrifa stutta fyndna frásögn eða gera teiknimyndasögu þar sem hátt sett manneskja í samfélaginu prumpar opinberlega. Hvernig er brugðist við? Hvernig bregst manneskjan sjálf við? Námsmarkmið: Nemendur læri um staðalímyndir. Sprell Nemendur teikna herbergi Tomaszar. Hvetja nemendur til að hafa það í huga sem sagt er frá í kaflanum en líka það sem ekki er sagt. Pógó og prumpið sem bjargaði heiminum | Kennsluleiðbeiningar | 2942 | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 2025 29 Gerðu stutta teiknimyndasögu þar sem hátt sett manneskja í samfélaginu prumpar opinberlega. Hvernig er brugðist við? Hvað gerir og hugsar manneskjan í kjölfarið? Hátt sett prump

Pógó og prumpið sem bjargaði heiminum | Kennsluleiðbeiningar | 2942 | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 2025 10 Varúð Vangaveltur Hvað er kynsegin? Hvað er CP? Er PóGó dónaleg með spurningum sínum? Er í lagi að spyrja um allt? Hvaða mikilvægu uppgötvun gerir PóGó um manneskjur í kaflanum? Hvað segir það um PóGó að hún vilji nú sjálf bæta við og leiðrétta bæklinginn um mannfólk? Hvað finnst þér um hugmyndina að það sé ekki til „venjuleg“ manneskja – heldur að allir séu ólíkir á einhvern hátt? Heldurðu að PóGó sé að breytast eftir að hafa hitt öll þessi ólíku börn? Fræðsluefni: https://cp.is/fraedsla/hvad-er-cp/ https://otila.is/hinsegin-regnhlifin/kynvitund-og-kyntjaning/kynsegin/ Verkefni með fimmta kafla: Tvær staðreyndir og ein lygi Nemendur skrifa þrjár fullyrðingar um sig á blað. Tvær þeirra eiga að vera sannar en ein þeirra lygi. Þau skiptast svo á að lesa þær upp fyrir hvert annað (í litlum hópum eða öll saman) og hlustendur giska hver er ósönn. Mikilvægt er að hvetja nemendur til að skrifa ekki augljósa hluti (t.d. „Ég er ljóshærð“) heldur fremur hluti sem segja eitthvað um persónuleika þeirra: Dæmi: „Ég elska ketti – Mig langar að læra japönsku – Uppáhaldsmyndin mín er Indiana Jones“) Námsmarkmið: Nemendur læri að lýsa sjálfum sér og sjálfsmynd sinni. Sprell Nú hefur ýmislegt komið fram um plánetuna Poff. Til dæmis er útgáfa af kaffi sem heitir OrgOrg og þar býr dýr sem heitir Gobbelddglúbb. Hvað gætu aðrir hlutir heitið á poffísku? Nemendur búa til orðabók Poffara. Pógó og prumpið sem bjargaði heiminum | Kennsluleiðbeiningar | 2942 | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 2025 30 Satt og logið Skrifaðu þrjár fullyrðingar um þig í kassana fyrir neðan en gættu þess að ein þeirra á að vera lygi. Ekki skrifa augljósa hluti – námsfélagar þínir eiga að giska á hver fullyrðinganna er ósönn. Skrifaðu hluti sem segir eitthvað um persónuleika þinn, áhugamál, framtíðardrauma og þess háttar. Fullyrðing eitt: Fullyrðing tvö: Fullyrðing þrjú: Pógó og prumpið sem bjargaði heiminum | Kennsluleiðbeiningar | 2942 | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 2025 31 Finndu 5 villur Sprell

Pógó og prumpið sem bjargaði heiminum | Kennsluleiðbeiningar | 2942 | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 2025 11 Kattaþrælar og heimsmet Vangaveltur Hvað er downs heilkenni? Hvað er NPA? Hvað kemur fram í kaflanum um ketti? Er fólk í Heimsmetabók Guinnes „venjulegt“ fólk? Hvaða heimsmet vill PóGó slá? Heldurðu að það sé mikilvægt að PóGó skrifi hjá sér það sem hún lærir? Gæti það verið gagnlegt fyrir aðra? Fræðsluefni: https://www.downs.is/ https://www.npa.is/ Verkefni með sjötta kafla: Hvað hugsar kötturinn minn? Nemendur vinna ritunarverkefni þar sem þau setja sig í spor kattar og skrifa persónulýsingu á sér með augum kattarins. Námsmarkmið: Nemendur læri að lýsa sjálfum sér og sjálfsmynd sinni Sprell PóGó þráir að setja heimsmet. Hvaða heimsmet myndu nemendur vilja slá og hvað þyrftu þau að gera til þess að láta það takast? Nemendur geta farið í netleiðangur og kannað hvernig maður fer að því að komast í heimsmetabók Guinnes. Einnig er hægt að leyfa þeim að fara um skólann og spyrja nemendur og starfsfólk hvaða heimsmet þau geti hugsað sér að setja. Til stuðnings: https://www.guinnessworldrecords.com/records/what-makes-a-guinness-world-records-record-title Pógó og prumpið sem bjargaði heiminum | Kennsluleiðbeiningar | 2942 | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 2025 32 Hvað hugsar kötturinn minn? Settu þig í spor kattar sem er gæludýrið þitt og skrifaðu stutta lýsingu á því sem kötturinn hugsar þegar hann sér þig koma heim úr skólanum. Hafðu í huga hvað kettinum finnst um þig?

Pógó og prumpið sem bjargaði heiminum | Kennsluleiðbeiningar | 2942 | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 2025 12 Er öskudagur eða? Vangaveltur PóGó hefur nú kynnst fjölbreyttum hópi krakka. Hvað einkennir þau? Hvernig persónur sjást oftast í sögum (bókum, bíómyndum, tölvuleikjum ...)? Á Poff er engin list, segir PóGó. Hvernig væri heimurinn okkar ef það væri engin list á Jörðinni? Hvernig myndir þú bregðast við ef þú værir í sporum PóGó og prumpið kæmi á versta mögulega tíma? Hvernig heldurðu að það sé fyrir PóGó að þurfa stöðugt að fela hver hún er? Verkefni með sjöunda kafla: Meira prump! Nemendur ímynda sér að þeir prumpi í skólanum í algjörri þögn og skrifa lýsingu á tilfinningum sínum. Mikilvægt er að fá nemendur til að lýsa þeim af nákvæmni og velta fyrir sér frá mismunandi hliðum. Til dæmis: Hvaða tilfinningar koma upp? Breytast þær eftir því hver er nálægt (vinur, kennari, ókunnugur)? Hvernig myndir þú vilja að aðrir brygðust við? Hvernig er best að vinna úr tilfinningunum? (segja afsakið, hlæja, gera lítið úr, ýkja og/eða gera meira úr, reyna að fá athygli, flýja ...) Námsmarkmið: Nemendur læri að lýsa tilfinningum í orðum Sprell Nemendur fara í göngutúr um skólann og skrá niður eins mörg listaverk og þau finna á 20 mínútum. Skrá einnig hvar þau eru, hver bjó þau til og hvenær? Reyna að fá þau til að velta fyrir sér hvers vegna þau eru þar sem þau eru og hvort það vanti listaverk einhvers staðar. Pógó og prumpið sem bjargaði heiminum | Kennsluleiðbeiningar | 2942 | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 2025 33 Prrrrrp! Ímyndaðu þér að þú prumpir í skólanum í algjörri þögn. Svaraðu eftirfarandi spurningum í heilum málsgreinum og samfelldu máli. Hvaða tilfinning kemur upp þegar þú prumpar? Skiptir máli hver er nálægt (vinur, kennari, ókunnugur)? Hvernig myndir þú vilja að aðrir bregðist við? Hvað gerir þú eftir að þú prumpar?

Pógó og prumpið sem bjargaði heiminum | Kennsluleiðbeiningar | 2942 | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 2025 13 Ef þú ættir einn séns ... Vangaveltur Hvernig líður PóGó með það að útrýming Jarðarinnar er eftir tvo daga? Hvernig upplifir PóGó tónlist? Hvers óskar PóGó í lok kaflans? Heldurðu að list geti breytt því hvernig við sjáum aðra og okkur sjálf? Ef þú værir í sporum PóGó og hefðir eitt tækifæri til að breyta framtíð mannkyns, hvað myndir þú gera? Verkefni með áttunda kafla: Hvað einkennir mig? Kennari spilar lagið Lose Yourself með Eminem. https://www.youtube.com/watch?v=xFYQQPAOz7Y Textann má finna með því að smella hér. Nemendur fá fyrirmæli um að skrifa niður punkta um sig út frá eftirfarandi spurningum: Hvað tengir fólk við mig? Hvað geri ég til að láta mér líða vel? Hvaða fólk stendur mér næst? Hvað geri ég til að láta mér líða vel? Nemendur teikna svo sjálfsmynd á A4 blað. Helmingurinn er andlit en hinn helmingurinn hugarheimur. Sjá dæmi á verkefnablaði. Námsmarkmið: Nemendur læri að lýsa sjálfum sér og sjálfsmynd sinni Sprell Nemendur teikna himininn á Poff eins og honum er lýst í upphafi 8. kafla. Pógó og prumpið sem bjargaði heiminum | Kennsluleiðbeiningar | 2942 | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 2025 34 Hvað einkennir mig? Byrjaðu á því að punkta niður svör við eftirfarandi spurningum: Hvað tengir fólk við mig? Hvað geri ég til að láta mér líða vel? Hvaða fólk stendur mér næst? Hvað geri ég til að láta mér líða vel? Skoðaðu myndina hér fyrir neðan. Fáðu A4 blað hjá kennara og teiknaðu sjálfsmynd. Helmingurinn á að vera andlitið þitt en hinn helminginn teiknar þú út frá því sem þú skrifaðir hér fyrir ofan.

Pógó og prumpið sem bjargaði heiminum | Kennsluleiðbeiningar | 2942 | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 2025 14 Magaverkurinn magnast Vangaveltur Í upphafi kaflans er Tomasz strítt. Hvernig tekst hann á við það? Eru krakkarnir sammála hvað sé best að gera? Ert þú sammála því sem Mars gerir? Hverjar eru mismunandi leiðir að bregðast við stríðni? Hver eru skilaboð myndlistarkennarans um sköpun? Hvernig geta mistök verið frábær? Hvað felst í því að vera skynsegin? Fræðsluefni: https://www.einhverfa.is/static/files/skrar/baekl2023/einhverfa_is_2023_web.pdf Verkefni með níunda kafla: Kröfuspjöld Kennari sýnir nemendum samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og barnasáttmálann. Sérstaklega 3., 5. og 7. grein en margar aðrar greinar sáttmálans myndu nýtast vel hér. Í Barnasáttmálanum er stungið upp á 4., 12., 14. og 15. En einnig koma fleiri til greina. Samningur SÞ um réttindi fatlaðs fólks: https://www.althingi.is/altext/151/s/0960.html Samningurinn á auðlesnu máli með myndum: https://www.throskahjalp.is/static/files/ PPT/Sattmalinn_med_myndum.pdf Barnasáttmálinn: https://www.barnasattmali.is/ Nemendur velta svo fyrir sér og nefna atriði sem þarfnast sérstaklega úrbóta varðandi börn út frá spurningunni: Njóta öll börn sömu réttinda? Hægt er að beita kennsluaðferðinni 1, 2, öll! (sjá verkefni með fjórða kafla). Nemendur vinna svo kröfuspjöld þar sem þau setja fram slagorð með atriðum sem þau vilja fá breytt í samfélaginu. Námsmarkmið: Nemendur læra að þekkja Samning SÞ um réttindi fatlaðs fólks og Barnasáttmálann ásamt því að geta bent á dæmi um mannréttindi Sprell Krossgátu / orðasúpa með orðum sem tengjast söguþræðinum: Geimvera, Poff, Mars, ís, skynsegin, blinda, döff, tortíming, bæklingur, prump. Pógó og prumpið sem bjargaði heiminum | Kennsluleiðbeiningar | 2942 | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 2025 35 Kröfuspjöld Hannaðu nokkur slagorð á kröfuspjöldin hér fyrir neðan út frá hugmyndum þínum um það sem betur má fara í samfélaginu.

Pógó og prumpið sem bjargaði heiminum | Kennsluleiðbeiningar | 2942 | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 2025 15 Eldgos, flóð og fellibyljir Vangaveltur Hvernig bregðast krakkarnir við þegar þau uppgötva leyndarmál PóGó? Hvaða tilfinningu upplifir PóGó í kjölfarið á því að segja krökkunum frá áætlun drottningarinnar? Krakkarnir telja upp alls konar hluti um Jörðina í kaflanum. Er Jörðin góður staður? Verkefni með tíunda kafla: Sannfærðu drottninguna! Nemendur gera ritunarverkefni þar sem markmiðið er að sannfæra drottninguna á Poff að hætta við að útrýma manneskjunum. Námsmarkmið: að nemendur geri sér grein fyrir jafngildi sínu og annarra Sprell Nemendur teikna lúxusheilsulindina sem Lúlú Karólarólína, drottningin af Poff vill setja á jörðina. Pógó og prumpið sem bjargaði heiminum | Kennsluleiðbeiningar | 2942 | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 2025 36 Sannfærðu drottninguna! Skrifaðu ræðu Pógó. Mundu að nota rök til að sannfæra drottninguna um að hlífa mannfólkinu. Þegar þú færir rök fyrir máli þínu er mikilvægt setja fram staðreyndir sem styðja mál þitt og hugsa um mótrök sem þú gætir fengið. Í rökfærsluritun notum við orðasambönd eins og: Í fyrsta lagi, það má færa rök fyrir því að, það er ljóst að, með öðrum orðum, til dæmis, af því að, á hinn bóginn, þó svo að, samt sem áður, að lokum og fleiri. Yðar hágöfgi, Lúlu Karlólarólína, drottningin af Poff,

Pógó og prumpið sem bjargaði heiminum | Kennsluleiðbeiningar | 2942 | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 2025 16 Ís í verðlaun Vangaveltur Hvað einkennir nálgun krakkanna á verkefnið: að gera við geimskipið? Hvernig nálgast krakkarnir viðgerðina öðruvísi en PóGó er vön? Hvers vegna fer PóGó hjá sér þegar Mars hrósar teikningunum í geimskipinu? Verkefni með ellefta kafla: Tilfinningaljóð PóGó hefur nú lært margar nýjar tilfinningar í gegnum söguna. Kennari biður nemendur að nefna eins mörg orð yfir tilfinningar og þau geta og skrifar á töfluna. Einnig má nefna fleiri þó svo að nemendur finni ef til vill ekki bein dæmi í bókinni. Því fleiri tilfinningaorð, því betra. Hér eru dæmi til að styðjast við: Gleði, kærleikur, þakklæti, ánægja, hrifning, stolt, öryggi, vellíðan, von, reiði, sorg, kvíði, hræðsla, afbrýðisemi, skömm, vonleysi, einmanaleiki, mótlæti, depurð, undrun, spenna, efasemdir, forvitni ... Nemendur velja eitt (eða fleiri ef tími er til) orð og búa til ljóð. Námsmarkmið: nemendur læri að lýsa tilfinningum Sprell Nemendur fara um skólann ef til vill skólalóðina og taka listrænar ljósmyndir sem túlka nokkrar tilfinningar, t.d. gleði, þakklæti, stolt, sorg, hræðsla, undrun, spenna ... Muna! Ekki má taka myndir af fólki án leyfis. Pógó og prumpið sem bjargaði heiminum | Kennsluleiðbeiningar | 2942 | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 2025 37 Tilfinningaljóð Veldu eina tilfinningu af lista sem kennari sýnir þér. Ímyndaðu þér tilfinninguna og lýstu henni í ljóðinu án þess að nefna hana á nafn nema í titlinum. Skoðaðu dæmi hér fyrir neðan og nýttu þér það í þínu eigin ljóði. Von Ég bíð eftir að eitthvað gott gerist. Eins og þegar regnbogi kemur eftir rigningu. Hjartað mitt hoppar um í brjóstinu á meðan ég bíð. Hún er eins og ósýnilegur vinur sem hvíslar: „Allt verður í lagi.“ Ekki hika við að gera margar tilraunir!

Pógó og prumpið sem bjargaði heiminum | Kennsluleiðbeiningar | 2942 | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 2025 17 Ertu viss? Vangaveltur Hvernig kemst Sindri aftur heim til sín eftir að hafa lánað PóGó hjólin af hjólastólnum sínum. Hvað segir kaflinn okkur um samvinnu? Hvernig líður okkur þegar við erum undir miklum þrýstingi að klára verkefni á tíma? Ef þú værir í hópnum, hvaða verkefni tækir þú að þér? Verkefni með tólfta kafla: Stemningsspjald Þetta verkefni er hægt að útfæra á blaði en er ef til vill skemmtilegra að framkvæma í snjalltæki þar sem meiri möguleikar eru á fjölbreyttari útfærslu (t.d. með því að vinna með myndir af netinu. Keynote og Canva eru tilvalin sem og Google Slides er vel nothæft). Nemendur svara margvíslegum spurningum (sjá verkefnablað) með því að finna eða búa til myndir og tákn á blaði eða glæru. Úr verður stemningsspjald hvers og eins sem tilvalið er að deila með öðrum og skoða hvað sameinar og hvernig við erum öll ólík. Mikilvægt að nemendur deili spjöldunum sínum til dæmis með stuttri kynningu fyrir hópnum. Námsmarkmið: nemendur læra að þekkja ólíkan bakgrunn fólks Sprell Nemendur búa til demantsljóð út frá stemningsspjaldinu sínu. Titill ljóðsins er nafnið þeirra. Demantsljóð lítur svona út: Nafn nemanda. Lýsingarorð, lýsingarorð. Sagnorð, sagnorð, sagnorð. Nafnorð, nafnorð, nafnorð, nafnorð. Sagnorð, sagnorð, sagnorð. Lýsingarorð, lýsingarorð. Nafnorð. Pógó og prumpið sem bjargaði heiminum | Kennsluleiðbeiningar | 2942 | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 2025 38 Stemningsspjald Búðu til mynd (á blaðinu eða í tæki, t.d. ein glæra glæruforriti) þar sem þú velur 10–12 spurningar af listanum hér fyrir neðan og býrð til myndasvör (bara myndir) við þeim. Uppáhalds matur veitingastaður? Uppáhalds bíómynd/sjónvarpsþættir? Uppáhalds listamaður/hljómsveit? Uppáhalds leikari? Uppáhalds app/tölvuleikur? Uppáhalds vörumerki/tískumerki? Uppáhalds íþróttamaður/lið? Uppáhalds blóm/ávöxtur/grænmeti? Uppáhalds setning/mottó Í hvaða stjörnumerki ertu? Hvaða dýr ert þú? Hvaða tjákn (emoji) ert þú? Hver eru þín áhugamál? Hver er þín fyrirmynd? Hvað langar þig að verða? Hvaða húsgagn ert þú? Hvernig veður ert þú? Hvaða bíll ert þú? Uppáhalds land? Upphalds litur?

Pógó og prumpið sem bjargaði heiminum | Kennsluleiðbeiningar | 2942 | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 2025 18 Þessu er öllu lokið Vangaveltur Hefur þú einhvern tímann gefist upp á einhverju en svo skipt um skoðun? Hvernig hjálpar húmor stundum til í erfiðum eða stressandi aðstæðum? Er í lagi að hlæja þegar allt virðist fara úrskeiðis? Hvernig tengist gildið hugrekki efni kaflans? Verkefni 1 með þrettánda kafla: Draumaísinn PóGó segir að ís bragðist eins og þúsund glitrandi regnbogar. Nemendur teikna draumaísinn sinn á verkefnablaðið. Verkefni 2 með þrettánda kafla: Ruslafötuleikurinn Kennari biður nemendur að raða sér í hring í stofunni og stillir ruslafötu upp í miðjum hringnum. Mikilvægt er að ruslafatan sé jafn langt frá öllum. Því næst skiptast nemendur á að kasta pappírsbolta í körfuna og reyna að hitta. Öll fá eitt kast. Sum munu hitta og önnur ekki. Öll fengu sama tækifæri. Kennari útskýrir hugtakið jafnrétti. Eftir eina umferð færir kennari ruslafötuna til í hringnum þannig að hún sé mjög nálægt hluta hópsins en langt frá flestum. Öll kasta aftur og eins og áður munu sum hitta en líklega færri og bara þau sem eru mjög nálægt. Leikurinn er orðinn óréttlátur. Kennari útskýrir hugtakið forréttindi. Þá er komið að þriðju umferð en þá er ruslafatan aftur færð í miðju en sumum boðið upp á aðlögun. • X fær að færa sig nær vegna hreyfihömlunar. • Y fær að nota tvo bolta vegna sjónskerðingar. • Z fær aðstoðarmann til að kasta með sér. Eftir þriðju umferðina er leikurinn útskýrður og umræður með hópnum. Einnig er hægt að biðja nemendur að skrifa stutta ígrundun. Mikilvæg er að útskýra að jafnrétti þýðir ekki alltaf að allir fái það sama (einfaldasta dæmið er að sá lágvaxnasti þarf upphækkun til að eiga möguleika á að njóta sama útsýnis yfir girðingu og sá hávaxni). Hér er líka hægt að ræða mikilvægi viðeigandi aðlögunar. Spurningar til að stýra umræðum: • Hvernig leið nemendum þegar þeir köstuðu í hverri umferð? • Fannst nemendum þetta sanngjarn leikur? Af hverju eða af hverju ekki? • Hvað þýðir aðlögun? • Hvernig var það að horfa á aðra hafa meiri möguleika í annarri umferð? • Reglurnar voru þær sömu: allir fá eitt kast – af hverju voru samt ekki allir jafnir • Er alltaf sanngjarnt að allir fái sama „tækifæri“? • Hver er munurinn á jöfnuði og réttlæti? • Hvernig getum við tryggt að allir hafi jöfn tækifæri til þátttöku í skólanum – líka þeir sem eru með fatlanir? • Hvernig minnir þetta nemendur á heiminn? Pógó og prumpið sem bjargaði heiminum | Kennsluleiðbeiningar | 2942 | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 2025 39 DRAUMAÍsINN PóGó segir að ís bragðist eins og þúsund glitrandi regnbogar. Teiknaðu draumaísinn þinn og skrifaðu lýsingu á bragðinu þegar þú smakkar hann í fyrsta skipti.

Pógó og prumpið sem bjargaði heiminum | Kennsluleiðbeiningar | 2942 | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 2025 19 • Geta nemendur nefnt dæmi úr daglegu lífi þar sem sumir eru í betri stöðu en aðrir? • Hvernig geta forréttindi birst í skóla, íþróttum eða samfélaginu almennt? • Hvað þýðir að fólk byrji „nær körfunni“ í lífinu? • Hvað lærðu nemendur af þessum leik? Námsmarkmið: nemendur læra um jafnréttishugtakið Sprell Nemendur hanna lítið veggspjald út frá slagorðinu VERTU NÆS. NÆS stendur fyrir: Nauðsynlegt – Æskilegt – Skynsamlegt. Spurningar fyrir nemendur til stuðnings: Hvað þýðir fyrir mig að vera næs? Hvernig get ég sýnt það í verki að ég sé næs við aðra? Hvaða hegðun er æskileg í samskiptum? Hvaða orð eða setningar er æskilegt að nota þegar ég tala við aðra? Hvernig vil ég að aðrir komi fram við mig?

Pógó og prumpið sem bjargaði heiminum | Kennsluleiðbeiningar | 2942 | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 2025 20 Þakklætistár Vangaveltur Af hverju er slæmt að unglingurinn sé að vinna í ísbúðinni en ekki gamla konan? PóGó á í erfiðleikum með að borga fyrir ísinn. Er nokkurn tímann réttlætanlegt að stela? Af hverju hjálpar Mars PóGó? Verkefni með fjórtánda kafla: Þakkarbréf Kennari sýnir nemendum eftirfarandi myndband: https://www.youtube.com/watch?v=oHv6vTKD6lg Nemendur skrifa þakkarbréf til einhvers sem þeim þykir vænt um. Námsmarkmið: Nemendur læri að þekkja það sem hefur áhrif á sjálfsmynd, meta áhrif fyrirmynda og lýsa margvíslegum tilfinningum Sprell Nemendur eru tvö og tvö saman, velja sér persónu úr sögunni og ímynda sér að hún sé á leiðinni í sjónvarpsviðtal. Þau búa til spurningar fyrir viðtalið og fara svo í hlutverkaleik þar sem viðtalið er leikið. Ef aðstæður og tími leyfa væri gaman að taka viðtalið upp! Pógó og prumpið sem bjargaði heiminum | Kennsluleiðbeiningar | 2942 | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 2025 40 Takk! Kennari sýnir þér myndband um þakklæti. Hugsaðu um manneskju sem þér þykir vænt um eða þú lítur upp til. Manneskju sem lætur þig finna til þakklætis. Skrifaðu svo þakkarbréf til hennar.

Pógó og prumpið sem bjargaði heiminum | Kennsluleiðbeiningar | 2942 | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 2025 21 kafli – Vaxandi þrýstingur Vangaveltur Hvað mun verða um PóGó ef áætlun krakkanna gengur eftir? Hver er munurinn á handabandi og faðmlagi? Af hverju er snerting og hlý samskipti oft mikilvæg? Hvað þýðir að eiga heima einhvers staðar? Af hverju heldur fólk í vonina þegar allt virðist ómögulegt? Verkefni með fimmtánda kafla: Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks Kennari sýnir nemendum samning SÞ um réttindi fatlaðs fólks – sérstaklega 9. grein: https://www.althingi.is/altext/151/s/0960.html https://www.throskahjalp.is/static/files/PPT/Sattmalinn_med_myndum.pdf Nemendur fara í hópum á mismunandi svæði í skólanum og gera skýrslu um aðgengi, hljóðvist og fleira. Gott getur verið að ræða við nemendur um mikilvægi þess að upplifa sig sem hluta af hóp (að tilheyra) áður en farið er af stað. Sjá verkefnablað. Námsmarkmið: nemendur læri að þekkja dæmi um mannréttindi Sprell Nemendur gera krossglímu út frá orðinu: T P O f f R T Í M I N G Þau verða að nota orð sem tengjast efni kaflans eða bókarinnar og þau mega ekki byrja eða enda á bókstafnum sem þau nota í krossglímunni. Sjá dæmi hér að ofan. Pógó og prumpið sem bjargaði heiminum | Kennsluleiðbeiningar | 2942 | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 2025 41 Aðgengi fyrir öll? Staður: Er auðvelt að komast að staðnum fyrir alla, líka fyrir börn í hjólastól eða með hreyfihömlun? Eru hurðir nógu breiðar? Eru stigahandrið og/eða lyfta ef um margar hæðir er að ræða? Er gott aðgengi fyrir börn með sjón- eða heyrnaskerðingu (t.d. hljóðmerki, skilti, ljós, snertimerkingar?). Er staðurinn öruggur og þægilegur fyrir börn með ólíkar þarfir? Er hljóðvist góð (t.d. fyrir börn sem eru mjög næm fyrir hávaða?). Eru til stuðningsúrræði á staðnum (t.d. hjálpartæki, stuðningsfulltrúi eða skólaliði?). Eru skipulag og reglur á staðnum skýrar og sýnilegar (t.d. með táknmyndum, litum, einföldu máli?). Geta öll börn tekið þátt í því sem gerist á þessum stað? Er eitthvað sem gæti útilokað einhver börn? Eru allir velkomnir, sama hvernig þau eru eða hvaða stuðning þau þurfa? Er einhver sérstök aðstaða eða úrræði sem hjálpar börnum að taka virkan þátt? Hvað þarf að gera til að fötluðu barni líði vel í skólanum? Er umhverfið þannig að það sýni virðingu og skilning á fjölbreytileika barna? Finnst þér skólinn hugsa vel um börn með ólíkar þarfir á þessum stað? Hvers vegna er mikilvægt að upplifa sig sem hluta af hóp?

Pógó og prumpið sem bjargaði heiminum | Kennsluleiðbeiningar | 2942 | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 2025 22 Hvað er PóGó? Vangaveltur Hvers vegna heldur þú að krakkarnir ákveði að gista saman í stað þess að fara hvert til síns heima? Hvernig manneskja er pabbi Tomaszar miðað við það sem kemur fram í kaflanum? Hvernig tilfinning er það að þurfa að bíða eftir einhverju og geta ekkert gert nema beðið? Verkefni – Ofurhetjan Kennari útskýrir hvað orðið gildi þýðir. • Eitthvað sem okkur þykir gott, eftirsóknarvert og æskilegt, t.d. kurteisi eða heilbrigði. Nemendur eiga að hanna ofurhetju sem berst fyrir manngæsku. Kraftar hennar eiga að felast í góðum gildum. Námsmarkmið: Nemendur læri að þekkja hugtakið gildi Sprell Nemendur velja eins mörg gildi og þau vilja og skrifa þau fallega á veggspjald. Mikilvægt að láta myndir og tákn með orðunum og vanda framsetningu. Tilvalið er að nemendur vinni saman og hengi að sjálfsögðu veggspjaldið upp. Pógó og prumpið sem bjargaði heiminum | Kennsluleiðbeiningar | 2942 | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 2025 42 Ofurhetjan! Hannaðu þína eigin ofurhetju sem berst fyrir manngæsku. Teiknaðu bæði mynd og lýstu henni í stuttum texta. Það sem þarf að koma fram er: Nafn ofurhetjunnar. Hvaða gildi hún notar (til dæmis: samkennd, hugrekki, heiðarleiki, kurteisi, virðing, ábyrgð …) Hvernig hún hjálpar öðrum eða berst fyrir betri heimi. (Eitt dæmi úr daglegu lífi, t.d. í skólanum eða í samfélaginu.) Skilaboð hennar til heimsins (eins og slagorð eða hvatningarorð).

Pógó og prumpið sem bjargaði heiminum | Kennsluleiðbeiningar | 2942 | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 2025 23 Allir gulu miðarnir Vangaveltur Úr hverju er fallhlíf PóGó? Hvað táknar breyting PóGó í lok bókarinnar? Hvað þýðir að vera einstök? PóGó er ekki 100% Poffari að eigin mati. Er einhver 100% eitthvað? Verkefni – Hvað er mikilvægast? Kennari skiptir nemendum í hópa og útdeilir til þeirra 15 miðum. Á hverjum miða er eitt orð yfir gildi: kærleikur, mannúð, réttlæti, umhyggja, heiðarleiki, virðing, frelsi, samkennd, jafnrétti, samvinna, ábyrgð, traust, kurteisi, þolinmæði, hreinskilni Nemendur eiga að skoða miðana saman og ganga úr skugga um að öll í hópnum skilji orðin. Ef til vill þarf að hafa raftæki til að fletta upp skýringum á orðunum við höndina. Hópurinn fær blað og þau teikna einfalda mynd af loftbelg (má sleppa). Síðan hefst leikurinn. Miðarnir (gildin) eru í loftbelgnum sem er að missa flugið. Nemendur fá 5 mínútur til að létta loftbelginn með því að henda 5 gildum fyrir borð. Þegar því er lokið eru nemendur beðnir um að deila þeim gildum sem eru eftir hjá hverjum hópi. Að því loknu tilkynnir kennari að loftbelgnum sé aftur að fatast flugið. Nú þarf aftur að henda 5 gildum. Þetta má endurtaka að minnsta kosti einu sinni enn þar til hóparnir eru til dæmis hver með 3 gildi. Mikilvægast er að hóparnir kynni gildin sem urðu eftir og færi rök fyrir því af hverju þau eru mikilvæg(ust). Námsmarkmið: Nemendur læri um gildi Sprell Í lok bókarinnar ákveður PóGó að búa áfram á jörðinni. Nemendur geta teiknað ný föt á PóGó. Hvernig stíl er geimveran með? Pógó og prumpið sem bjargaði heiminum | Kennsluleiðbeiningar | 2942 | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 2025 43 Lofbelgurinn Kærleikur Mannúð Réttlæti Umhyggja Heiðarleiki Virðing Frelsi Samkennd Jafnrétti Samvinna Ábyrgð Traust Kurteisi Þolinmæði Hreinskilni Pógó og prumpið sem bjargaði heiminum | Kennsluleiðbeiningar | 2942 | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 2025 44 Sprell – STÍLL PÓGÓ

Pógó og prumpið sem bjargaði heiminum | Kennsluleiðbeiningar | 2942 | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 2025 24 PóGó og prumpið Verkefnablöð

Pógó og prumpið sem bjargaði heiminum | Kennsluleiðbeiningar | 2942 | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 2025 25 Fylltu út í rammana með því sem þú veist núna um geimveruna PóGó. Skoðaðu vel allt sem PóGó gerir, segir og hugsar um sig. Persónan PóGó

Pógó og prumpið sem bjargaði heiminum | Kennsluleiðbeiningar | 2942 | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 2025 26 Punktaletur Frakkinn Louis Bralle fann upp punktaletrið sem heitir eftir honum. Letrið byggir á upphleyptum punktum sem blindir og sjónskertir lesa með því að strjúka fingrunum eftir þeim. Skoðaðu myndina hér til hliðar. Skrifaðu nafnið þitt með punktaletri inn í kassann. Skrifaðu eina málsgrein í kassann og láttu sessunaut eða hópfélaga ráða í hvað þar stendur. Viltu fara lengra?! Notaðu hugmyndaflugið og búðu til spjald með orði á punktaletri. Þú þarft stífan pappír og einhvers konar prjón eða teiknibólu. Ætli það leynist einfaldar leiðbeiningar á netinu?

Pógó og prumpið sem bjargaði heiminum | Kennsluleiðbeiningar | 2942 | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 2025 27 Íslenskt táknmál Æfðu þig með námsfélaga að segja nafnið þitt á íslensku táknmáli.

Pógó og prumpið sem bjargaði heiminum | Kennsluleiðbeiningar | 2942 | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 2025 28 Sprell Finndu 8 villur

Pógó og prumpið sem bjargaði heiminum | Kennsluleiðbeiningar | 2942 | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 2025 29 Gerðu stutta teiknimyndasögu þar sem hátt sett manneskja í samfélaginu prumpar opinberlega. Hvernig er brugðist við? Hvað gerir og hugsar manneskjan í kjölfarið? Hátt sett prump

Pógó og prumpið sem bjargaði heiminum | Kennsluleiðbeiningar | 2942 | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 2025 30 Satt og logið Skrifaðu þrjár fullyrðingar um þig í kassana fyrir neðan en gættu þess að ein þeirra á að vera lygi. Ekki skrifa augljósa hluti – námsfélagar þínir eiga að giska á hver fullyrðinganna er ósönn. Skrifaðu hluti sem segir eitthvað um persónuleika þinn, áhugamál, framtíðardrauma og þess háttar. Fullyrðing eitt: Fullyrðing tvö: Fullyrðing þrjú:

Pógó og prumpið sem bjargaði heiminum | Kennsluleiðbeiningar | 2942 | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 2025 31 Finndu 5 villur Sprell

Pógó og prumpið sem bjargaði heiminum | Kennsluleiðbeiningar | 2942 | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 2025 32 Hvað hugsar kötturinn minn? Settu þig í spor kattar sem er gæludýrið þitt og skrifaðu stutta lýsingu á því sem kötturinn hugsar þegar hann sér þig koma heim úr skólanum. Hafðu í huga hvað kettinum finnst um þig?

Pógó og prumpið sem bjargaði heiminum | Kennsluleiðbeiningar | 2942 | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 2025 33 Prrrrrp! Ímyndaðu þér að þú prumpir í skólanum í algjörri þögn. Svaraðu eftirfarandi spurningum í heilum málsgreinum og samfelldu máli. Hvaða tilfinning kemur upp þegar þú prumpar? Skiptir máli hver er nálægt (vinur, kennari, ókunnugur)? Hvernig myndir þú vilja að aðrir bregðist við? Hvað gerir þú eftir að þú prumpar?

Pógó og prumpið sem bjargaði heiminum | Kennsluleiðbeiningar | 2942 | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 2025 34 Hvað einkennir mig? Byrjaðu á því að punkta niður svör við eftirfarandi spurningum: Hvað tengir fólk við mig? Hvað geri ég til að láta mér líða vel? Hvaða fólk stendur mér næst? Hvað geri ég til að láta mér líða vel? Skoðaðu myndina hér fyrir neðan. Fáðu A4 blað hjá kennara og teiknaðu sjálfsmynd. Helmingurinn á að vera andlitið þitt en hinn helminginn teiknar þú út frá því sem þú skrifaðir hér fyrir ofan.

Pógó og prumpið sem bjargaði heiminum | Kennsluleiðbeiningar | 2942 | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 2025 35 Kröfuspjöld Hannaðu nokkur slagorð á kröfuspjöldin hér fyrir neðan út frá hugmyndum þínum um það sem betur má fara í samfélaginu.

Pógó og prumpið sem bjargaði heiminum | Kennsluleiðbeiningar | 2942 | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 2025 36 Sannfærðu drottninguna! Skrifaðu ræðu Pógó. Mundu að nota rök til að sannfæra drottninguna um að hlífa mannfólkinu. Þegar þú færir rök fyrir máli þínu er mikilvægt setja fram staðreyndir sem styðja mál þitt og hugsa um mótrök sem þú gætir fengið. Í rökfærsluritun notum við orðasambönd eins og: Í fyrsta lagi, það má færa rök fyrir því að, það er ljóst að, með öðrum orðum, til dæmis, af því að, á hinn bóginn, þó svo að, samt sem áður, að lokum og fleiri. Yðar hágöfgi, Lúlu Karlólarólína, drottningin af Poff,

Pógó og prumpið sem bjargaði heiminum | Kennsluleiðbeiningar | 2942 | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 2025 37 Tilfinningaljóð Veldu eina tilfinningu af lista sem kennari sýnir þér. Ímyndaðu þér tilfinninguna og lýstu henni í ljóðinu án þess að nefna hana á nafn nema í titlinum. Skoðaðu dæmi hér fyrir neðan og nýttu þér það í þínu eigin ljóði. Von Ég bíð eftir að eitthvað gott gerist. Eins og þegar regnbogi kemur eftir rigningu. Hjartað mitt hoppar um í brjóstinu á meðan ég bíð. Hún er eins og ósýnilegur vinur sem hvíslar: „Allt verður í lagi.“ Ekki hika við að gera margar tilraunir!

Pógó og prumpið sem bjargaði heiminum | Kennsluleiðbeiningar | 2942 | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 2025 38 Stemningsspjald Búðu til mynd (á blaðinu eða í tæki, t.d. ein glæra glæruforriti) þar sem þú velur 10–12 spurningar af listanum hér fyrir neðan og býrð til myndasvör (bara myndir) við þeim. Uppáhalds matur veitingastaður? Uppáhalds bíómynd/sjónvarpsþættir? Uppáhalds listamaður/hljómsveit? Uppáhalds leikari? Uppáhalds app/tölvuleikur? Uppáhalds vörumerki/tískumerki? Uppáhalds íþróttamaður/lið? Uppáhalds blóm/ávöxtur/grænmeti? Uppáhalds setning/mottó Í hvaða stjörnumerki ertu? Hvaða dýr ert þú? Hvaða tjákn (emoji) ert þú? Hver eru þín áhugamál? Hver er þín fyrirmynd? Hvað langar þig að verða? Hvaða húsgagn ert þú? Hvernig veður ert þú? Hvaða bíll ert þú? Uppáhalds land? Upphalds litur?

Pógó og prumpið sem bjargaði heiminum | Kennsluleiðbeiningar | 2942 | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 2025 39 DRAUMAÍsINN PóGó segir að ís bragðist eins og þúsund glitrandi regnbogar. Teiknaðu draumaísinn þinn og skrifaðu lýsingu á bragðinu þegar þú smakkar hann í fyrsta skipti.

Pógó og prumpið sem bjargaði heiminum | Kennsluleiðbeiningar | 2942 | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 2025 40 Takk! Kennari sýnir þér myndband um þakklæti. Hugsaðu um manneskju sem þér þykir vænt um eða þú lítur upp til. Manneskju sem lætur þig finna til þakklætis. Skrifaðu svo þakkarbréf til hennar.

Pógó og prumpið sem bjargaði heiminum | Kennsluleiðbeiningar | 2942 | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 2025 41 Aðgengi fyrir öll? Staður: Er auðvelt að komast að staðnum fyrir alla, líka fyrir börn í hjólastól eða með hreyfihömlun? Eru hurðir nógu breiðar? Eru stigahandrið og/eða lyfta ef um margar hæðir er að ræða? Er gott aðgengi fyrir börn með sjón- eða heyrnaskerðingu (t.d. hljóðmerki, skilti, ljós, snertimerkingar?). Er staðurinn öruggur og þægilegur fyrir börn með ólíkar þarfir? Er hljóðvist góð (t.d. fyrir börn sem eru mjög næm fyrir hávaða?). Eru til stuðningsúrræði á staðnum (t.d. hjálpartæki, stuðningsfulltrúi eða skólaliði?). Eru skipulag og reglur á staðnum skýrar og sýnilegar (t.d. með táknmyndum, litum, einföldu máli?). Geta öll börn tekið þátt í því sem gerist á þessum stað? Er eitthvað sem gæti útilokað einhver börn? Eru allir velkomnir, sama hvernig þau eru eða hvaða stuðning þau þurfa? Er einhver sérstök aðstaða eða úrræði sem hjálpar börnum að taka virkan þátt? Hvað þarf að gera til að fötluðu barni líði vel í skólanum? Er umhverfið þannig að það sýni virðingu og skilning á fjölbreytileika barna? Finnst þér skólinn hugsa vel um börn með ólíkar þarfir á þessum stað? Hvers vegna er mikilvægt að upplifa sig sem hluta af hóp?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=