95 „Prumpið! Þú prumpar þér bara út fyrir lofthjúpinn!“ segir Sindri og hlær. „Einmitt!“ svarar PóGó og tekur upp spjaldtölvuna. Geimveran slær inn nokkrar tölur og sýnir krökkunum útreikningana. „Samkvæmt þessu þarf ég ekki nema tíu lítra af ís til þess að drífa 100 km upp í loft. Svo þyrfti þrjá lítra til viðbótar til þess að fljóta um í geimnum á meðan ég sendi skilaboðin.“ „Sem sagt þrettán lítra?“ spyr Sindri. „Já, um það bil. Kannski fjórtán til öryggis.“ Tomasz kúgast örlítið við tilhugsunina og svipurinn á andliti Sonju lýsir töluverðum efasemdum. Adam, Mars og Sindri eru hins vegar peppuð og virðast hafa trú á planinu. „Komum þá í ísbúðina,“ segir Mars ákveðið. „Við megum engan tíma missa!“ Sindri og Tomasz verða eftir til þess að koma stjórnborðinu í gang og stilla inn rétta vegalengd og hnit fyrir flugið. PóGó hleypur af stað niður hæðina og hinir krakkarnir fylgja á eftir.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=