Pógó og prumpið sem bjargaði heiminum

94 leið að stöðva þær. Það eina sem þið getið gert er að kveðja fjölskyldur ykkar og vini. Drífið ykkur bara heim krakkar. Þessu er öllu lokið. Fyrirgefið mér.“ Geimveran lýtur höfði og röltir af stað. Adam kallar á eftir henni en hinir krakkarnir standa þögul. PóGó skilur þau vel. Það eru fá orð sem ná utan um það sem hér er að eiga sér stað. Nú þurfa þau að fara heim og segja systkinum sínum og foreldrum að ekkert þeirra muni vakna í fyrramálið. Lítið tár laumast fram í augnkrókinn og rennur niður á höku. Kannski stór bragðarefur gæti látið mér líða ögn betur með að hafa klúðrað öllu, hugsar PóGó með sér. Jökulkaldur, dísætur og dúnamjúkur ís myndi eflaust dreifa huganum, hjálpa mér að gleyma því sem gerist klukkan sex í fyrramálið, fæ að vísu í magann þegar ég borða ís og þá … „ÍS!“ hrópar PóGó og snýr sér við. „HA? … ís!? Ertu í alvöru að hugsa um ís núna, þegar það er alveg að koma heimsendir?“ segir Tomasz hneykslaður. „Ég þarf bara að borða nógu mikið af ís og fylla tankinn af gasi!“ Krakkarnir virðast ekki skilja hvað PóGó á við. Loks glampar á blik í auga Mars, svo Sonju og koll af kolli þar til krakkarnir átta sig.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=