90 Mars og Adam bíða ekki boðana heldur hefjast handa við að ná öðru hjólinu undan stólnum. Fíngert vasaskrúfjárn Adams kemur sér vel því geimverkfærin eru öll of stór og öflug. Eftir að hafa losað annað hjólið hjálpast krakkarnir að við að festa það á sinn stað. „Frábært!“ segir PóGó og horfir á geimskipið. Það er kannski ekki alveg eins og nýtt en lítur mun betur út en áðan. „Ertu þá að fara?“ spyr Sindri og það örlar á sorg í röddinni. „Mig vantar enn eldsneyti. Þegar ég hef orðið mér úti um nóg af þotueldsneyti get ég lagt í hann,“ svarar PóGó og brosir. „Þotueldsneyti?“ spyr Mars. „Hvar færðu það eiginlega?“ PóGó tekur upp spjaldtölvuna og opnar kortið. Samkvæmt kortinu eru þau ansi langt frá Reykjarvíkurflugvelli. „Hvað er ég lengi að labba á flugvöllinn?“ spyr PóGó krakkana og sýnir þeim kortið. „Þú ert að djóka?“ spyr Sonja hneyksluð.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=