Pógó og prumpið sem bjargaði heiminum

88 „Við þurfum hita,“ segir hún og beinir orðunum til mín. Jarðneskt logsuðutæki myndi ekki ráða við að beygja glerið af jafn hárfínni nákvæmni og þarf. Sem betur fer lumar PóGó á hátækni af öðrum heimi. Nú kemur risastóra logsuðutækið í skottinu á geimskipinu sér vel. Krakkarnir halla glerinu upp að kúptu yfirborði geimskipsins og svo kveikir PóGó á logsuðutækinu. Fjólublár eldurinn sleikir glerið og bræðir það á augabragði. Annar fálmarinn skýst fram, stingur út flugbeittri nál og sker glerið. Áður en krakkarnir ná að telja upp að tíu hefur PóGó mótað hina fullkomnu rúðu. Þegar glerið kólnar lyfta Sonja og Adam rúðunni. Þau koma henni varlega fyrir. PóGó notar logsuðutækið til þess að festa glerið á sinn stað. Mars hefur klætt sig úr peysunni og pússar óhreinindi af glerinu með erminni. Loksins er nýja rúðan tilbúin. Það glampar á hana og krakkarnir eru bæði stolt og glöð að hafa tekist ætlunarverkið. Það er þó ekki tímabært að fagna alveg strax. „Krakkar,“ segir PóGó hikandi. „Þetta er mjög flott. En það er annað vandamál … Það vantar enn stýri.“ PóGó fylgist með krökkunum brjóta heilann. Þau koma með alls kyns uppástungur en tíminn er naumur. „Ég veit hvar við fáum stýri!“ segir Sindri, brosir út að eyrum og lætur hjólastólinn prjóna.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=