Pógó og prumpið sem bjargaði heiminum

87 ERTU VISS? Adam beygir sig niður við stjórnborðið og virðist vera að leita að einhverju. „Ég finn hvergi stýrið,“ segir hann. „Þú verður að hafa stýri, það er vonlaust að stýra geimskipi með ekkert stýri. Ég held það allavega. Ég á samt ekki geimskip og hef aldrei átt, nema þú teljir svona geimskipamódel með. Þá á ég fjögur. Fimm ef ég tel með Enterprise en ég geri það eiginlega ekki, því ég er hættur að horfa á Star Trek. Mér fannst geimverurnar bara svo óraunverulegar. Kannski byrja ég aftur að horfa, núna þegar ég veit að geimverur eru til í alvöru.“ Adam heldur áfram að tala um muninn á ólíkum geimflaugum, geimþotum og geimskipum. Á meðan leita PóGó og Mars að stýrinu. Þau eru alveg að gefast upp á leitinni og Mars stingur upp á því að smíða bara nýtt stýri. „Smá hjálp hérna!?“ kallar Tomasz og við hin hlaupum út. Mars og Adam taka við stóru glerinu og halda því uppi. „Hvað næst?“ spyr Sindri og horfir á Sonju.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=