86 „Teiknaðir þú þetta?“ spyr Mars og strýkur fingri yfir eina myndina. „Jááá,“ svarar PóGó og hitnar í kinnunum. Mannlegu eiginleikum geimverunnar hefur fjölgað hratt síðasta sólarhringinn og einn þeirra er feimni. Af einhverjum óskiljanlegum ástæðum fer PóGó hjá sér á meðan Mars hrósar teikningunum. „Jæja … Eigum við að skoða stýrið?“ spyr PóGó til þess að skipta um umræðuefni.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=