85 Sonja bendir ákveðin á eina nýbyggingunaFyrir utan hálfklárað hús stendur grind með stórum glerjum sem smiðirnir eiga eftir að setja í gluggana. „Þetta er samt alveg flatt gler … ekki svona kúptur hálfhringur eins og þarf á geimskipið,“ svarar Sindri og klórar sér í höfðinu. „Við hitum það bara og mótum í rétt form,“ svarar Sonja og brosir. Hún heldur símanum uppi og sýnir bróður sínum leiðbeiningar sem hún hefur fundið á netinu. „Samkvæmt þessu verður glerið líka sterkara eftir hitun. Þá ætti rúðan að þola geimferðalagið,“ segir Sonja sigri hrósandi. PóGó finnst gaman að hlusta á krakkana klóra sig fram úr þessu og lætur þau um að leysa vandamálið. Poffarar vinna yfirleitt einir að verkefnum en börnin á Jörðu eru einstaklega góð í samvinnu. Á meðan Sonja, Tomasz og Sindri sjá um að gera við rúðuna fer PóGó inn í geimskipið. Mars stendur upp við einn vegginn og grandskoðar hann. Geimveran fær skrítna tilfinningu í magann. Áður en hún brotlenti þreif hún burt megnið af teikningunum. Mars virðist þó hafa fundið þær fáu sem urðu eftir.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=