84 sporbaug á meðan ég sendi skilaboðin. Nýtt stýri er því alveg nauðsynlegt!“ Sonja, Sindri og Tomasz skoða geimskipið að utan. Glerbrot liggja á víð og dreif og marglitur olíupollur hefur myndast undir eldsneytistankinum. PóGó efast um að mennskir grunnskólakrakkar viti nokkuð um viðhald geimskipa og annarra vélknúinna farartækja. Það getur þó varla skaðað að hafa aðstoð. „Er óhætt að snerta geimskipið?“ spyr Sindri hugsi. Sonja kinkar kolli og bendir á Adam og Mars sem hafa vaðið inn um dyrnar án þess að hika. Svo beygir hún sig eftir tveimur glerbrotum og tekur þau upp og heldur þeim að brotinni rúðunni. „Getum við brætt þetta aftur saman?“ spyr Sindri systur sína. Sonja hristir höfuðið og fleygir glerbrotunum frá sér. „Kannski ef við hefðum hvert einasta glerbrot en þau hafa dreifst yfir allt svæðið. Við yrðum í marga daga að finna þau öll.“ „En hvar fáum við nýtt gler?“ spyr Sindri og ætlar að fletta því upp í símanum sínum.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=