83 PóGó telur fjórtán skref frá einum ljósastaurnum og teygir fram höndina. Fingurnir rekast á harðan vegg geimskipsins og blár blossi myndast undir hendinni. „Hér er það,“ segir PóGó við krakkana og kallar þau nær. Geimveran dregur upp spjaldtölvuna og opnar forritið sem stjórnar sýnileika geimskipsins. Þar slær hún inn kóðann. Um leið birtist grátt geimskipið í öllu sínu veldi. „Vó!“ segja Sindri og Mars í kór. „Ég bjóst við stærra farartæki,“ segir Adam hins vegar og virðist vonsvikinn. „Hvernig flýgur þetta eiginlega? Er eitthvað klósett eða þarftu að halda í þér alla leiðina heim? Hvað er brotið og hvernig er hægt að gera við það? Ég er með skrúfjárn í skólatöskunni. Það kemur sér oft vel, þegar ég þarf að herða skrúfur hér og þar.“ Spurningar Adams eru margar og flóknar. Sumum er erfitt að svara en PóGó gerir sitt besta. „Það fyrsta sem þarf að laga er glugginn,“ segir PóGó. „Auk þess er sjálft stýrið brotið. Ef ég færi rakleitt heim þyrfti ég ekkert stýri. Ég myndi bara stilla áfangastaðinn inn í forritið og láta sjálfstýringuna um að koma mér heim til Poff. Ég þarf hins vegar að fljúga geimskipinu rétt út fyrir lofthjúp Jarðar. Þar verð ég að halda því á
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=