Pógó og prumpið sem bjargaði heiminum

82 á hjólastól. Fálmararnir titra og á skjá spjaldtölvunnar birtist kort af svæðinu. „Það er betri leið hérna hinum megin, ef við förum fram hjá Ísbúðinni,“ segir PóGó við krakkana. „Þar er malbikaður hjólastígur og hæðin ekki jafn brött.“ „Mér heyrist PóGó langa í ís,“ hlær Tomasz og krakkarnir taka undir. „Það var nú ekki ástæðan … en ég á auðvitað eftir að slá heimsmetið áður en ég fer!“ segir PóGó brosandi. „Auðvitað færðu ís,“ segir Tomasz. „En ég legg til að við gerum fyrst við geimskipið og fáum svo ís í verðlaun á eftir.“ Krakkarnir skiptast á að ýta hjólastólnum upp bratta hæðina. Eftir nokkrar mínútur kemst hópurinn alla leið upp að byggingarsvæðinu. Appelsínugulu kranarnir eru sem betur fer mannlausir og engir verkamenn á staðnum. „Ég sé ekkert geimskip,“ segir Adam hissa. „Ekki ég heldur,“ bætir Tomasz glottandi við og krakkarnir hlæja.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=