81 ÍS Í VERÐLAUN „Við þurfum að koma okkur að verki,“ segir Mars þegar hópurinn hittist hjá sundlauginni. „Já,“ svarar Tomasz. „Geimskipið er bara hérna á hæðinni fyrir ofan.“ PóGó og krakkarnir ætla að ganga af stað en Sindri ræskir sig. PóGó snýr sér við og sér hneykslunarsvip á andlitum Sindra og Sonju. „Ég kemst ekki upp þessa hæð í stólnum,“ segir Sindri og bendir okkur á hið augljósa. „Ah, auðvitað,“ segir Adam. „Þetta er víst ekki mjög aðgengileg hæð. Hvað ef þú bíður bara hér á meðan við gerum við geimskipið?“ „Kommon, Adam“ segir Sonja pirruð. „Það er rétt hjá Sonju,“ segir Mars. „Við erum öll í þessu saman.“ PóGó horfir upp eftir hæðinni. Moldarstígurinn er þröngur og brattur. Það er engin leið að komast þangað
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=